Í dag opnar Sunna Einarsdóttir sýningu á verkum sínum í anddyri Hótels Vestmannaeyja. Sunna er tólf ára Eyjapæja sem þarna er með sína aðra myndlistarsýningu. Hún er dóttir Einsa kalda sem á og rekur veitingastað með sama nafni.
Sýningin er opin um helgina.