Árlegt N1 mót fór fram um helgina en það er ætlað drengjum í 5. flokki í knattspyrnu. Að þessu sinni mætti ÍBV með sex lið til leiks. Árangur liðanna var misjafn eins og við mátti búast en reynslan sem leikmenn taka frá mótinu jafn dýrmæt. Fyrirkomulagið á mótinu er þannig að spilað er í riðlum í deildum sem nefnast eftir eftirfarandi löndum: Argentína, Brasilía, Chile, Danmörk, England, Frakkland og Grikkland. Blaðamaður ræddi við Guðmund Tómas Sigfússon, þjálfara ÍBV á mótinu, en hann var heilt yfir ánægður með ferðina norður.
�??�?etta gekk nokkuð ágætlega, fyrir utan það að ÍBV 5 náði ekki að sigra leik, en þeir hefðu hæglega getað unnið Fram 6, sem unnu einmitt ensku deildina. �?eir voru virkilega óheppnir í sínum leikjum,�?? sagði Guðmundur Tómas og hélt áfram á svipuðum nótum. �??ÍBV 2 var á leiðinni í undanúrslit í brasilísku deildinni en KA 2 jafnaði þegar það voru 15 sekúndur eftir og þá fór leikurinn í vító þar sem við töpuðum í þreföldum bráðabana. ÍBV 3 tapaði síðustu tveimur leikjum sínum í vítakeppni og hefðu því getað verið ofar í töflunni. �?eir unnu til að mynda Dalvík 1 sem enduðu í 9. sætinu.�??
Gáfu sterkum liðum ekkert eftir
ÍBV 1 spilaði mjög vel að sögn Guðmundar og gáfu sterkum liðum á mótinu ekkert eftir. �??�?eir spiluðu betur og betur þegar á leið á mótið og voru óheppnir að tapa næst síðasta leiknum í vítakeppni. Margir strákar þar tóku miklum framförum þegar leið á mótið. ÍBV 4 átti mjög erfitt uppdráttar til að byrja með en þeim óx ásmegin þegar leið á mótið. �?eir fóru að spila aðeins harðar og fengu trú á eigin hæfileikum sem skilaði þeim tveimur sterkum sigrum og t.a.m. sigri í lokaleiknum sínum. ÍBV 6 kom skemmtilega á óvart og sigraði tvo leiki og gerði eitt jafntefli. �?eir voru óheppnir að tapa fyrir KR 8, 1:0 í fyrsta leiknum, sem unnu síðan riðilinn og enduðu í 6. sæti mótsins. �?eir unnu Hauka í næst síðasta leik sínum og spiluðu virkilega vel allt mótið.�??
�??Heilt yfir var mjög skemmtilegt að vera með strákunum og mótinu og alltaf gaman að fylgjast með þeim í leikjunum. Leikskilningur leikmanna eykst alltaf gríðarlega á mótum eins og þessu. Nú vona ég að allir þeir leikmenn sem komu með á mótið leggi hart að sér út sumarið til þess að vaxa enn meira í knattspyrnunni. �?á vil ég nota tækifærið og þakka öllum þeim foreldrum sem fylgdu sínum strákum á mótið og einnig frábærum fararstjórum,�?? sagði Guðmundur Tómas að lokum.