Sigurður Sigurðsson
Aldur: 38 ára.
Búseta: Landsbyggðin, Seltjarnarnes.
Í hverju varstu að útskrifast: Stýrimannaskólanum. D-Stig. Veitir ótakmörkuð réttindi á öll skip (nema varðskip).
Hvað tók námið langan tíma: Mig minnir að ég hafi byrjað 2013 svo námið tók fjögur ár í heildina. �?g var í fjarnámi því var námið ekki tekið á fullum hraða og misjafnt eftir önnum hve mörg fög ég tók eftir því hvað hentaði. T.d var ég á loðnuvertíð alltaf á vorönn og því var betra að taka færri áfanga þá en síðan fleiri á haustönn.
Af hverju valdir þú þetta nám, hafðir þú alltaf áhuga á því: �?ar sem ég var hvort eð er á sjó fannst mér ég alveg eins geta tekið stýrimannaskólann í fjarnámi, þá hafði ég líka eitthvað að sýsla á stímum. Fyrst maður var að vinna við þetta þá hafði ég auðvitað áhuga á að læra þetta til fulls og hef enn áhuga á að bæta við mig eins mikilli kunnáttu og ég kemst yfir.
Myndir þú mæla með Tækniskólanum: �?að er margt mjög gott við Tækniskólann og þá sérstaklega fjarnámið. Kennararnir eru frábærir, sem og yfirstjórn deildarinnar og öll samskipti við starfsfólk skólans til fyrirmyndar. Hins vegar mætti setja spurningarmerki við reksturinn og hvernig fjármunum er varið, en það væri flóknari pólitík að fara í þá sálma.
Hvað tekur nú við: �?ar sem ég hef verið á sjó allan námsferilinn verður svo áfram. �?g er 2. stýrimaður á Sigurði VE 15 og mun halda því áfram.