Í dag, sunnudaginn 16. júlí verður boðið upp á afar áhugaverða dagskrá í Sagnheimum og Safnahúsi þar sem Zindri Freyr ásamt félögum úr Leikfélagi Vestmannaeyja flytja ljóðræna frásögn Sigfúsar Blöndals orðabókarritstjóra og Helga og Arnór flytja eigin lög og annarra við ljóð sr. Jóns �?orsteinssonar písarvotts. Að því loknu mun 34 bréfdúfum verða sleppt á Stakkagerðistúni til minningar um þá er voru drepnir í Tyrkjaráninu 1627.
Á þessu ári eru rétt 390 ár frá þeim voðaatburði sem jafnan er nefndur Tyrkjaránið en dagana 16.-19. júlí árið 1627 komu að landi í Vestmannaeyjum þrjú sjóræningjaskip og herjuðu á Eyjamenn. Undanfarinn áratug hafa félagar í Sögusetri 1627 minnst þessara atburða með margvíslegri dagskrá. Að þessu sinni verður dagskráin í Sagnheimum sunnudaginn 16. júlí nk. kl. 14.00 til 15.00.