Lundarall II – Dagur eitt Akurey. �??Við hófum seinna lundarallið í morgun með því að fara út í Akurey á Kollafirði. �?átttakendur að þessu sinni eru Erpur Snær Hansen, Ingvar Atli Sigurðsson og Karen Velas frá Bandaríkjunum auk þess sem dýraskurðlæknirinn Stewart Ryan frá Melbourne í Ástralíu kom með út í Akurey,�?? segir Erpur Snær á heimasíðu Náttúrustofu Suðurlands í gær.
Fyrst skal sagt frá því að ábúðin í Vestmannaeyjum hefur aukist nokkuð frá því við mældum hana í júní, er hún núna yfir 60% (mældist 41% í júní). Ábúðin hækkaði líka aðeins í Akurey, er nú 86%, og varpárangurinn er mjög góður eða 90% og viðkoman heil 78% og getur hún varla verið betri.
Mikið var af sílisfugli og sýnist okkur af myndum sem við tókum að það sé mikið til sandsíli. Nokkrir kjóar nutu góðs af iðjusemi lundans og sátu fyrir fuglunum þegar þeir komu með æti að landi, flestir sluppu en einstöku fugl varð að sleppa ætinu,�?? segir Erpur.
Mynd af vef nattsud.is