Mikil umræða hefur verið um umgengni við Vestmannaeyjahöfn. Ljóst er að víða er pottur brotin og þarf að breyta viðhorfum manna til svæðisins. Brýna þarf fyrir notendum hafnarinnar að ganga vel um og einnig er mikilvægt að skoða hvort auka þurfi eftirlit t.d. með uppsetningu myndavélakerfis.
�?etta kom fram á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í gær. Ráðið felur starfsmönnum að brýna fyrir notendum hafnarinnar að ganga vel um höfnina og nærsvæði. Einnig felur ráðið starfsmönnum að skoða möguleika á eftirlitskerfi.