Kraftur fer að komast í makrílveiðarnar og eru bæði Ísfélag og Vinnslustöð að verða tilbúin til að taka á móti makríl til vinnslu. Miklar framkvæmdir hafa verið hjá báðum fyrirtækjum í tengslum við uppsjávarvinnsluna og þeim að ljúka. Hjá Ísfélaginu er öll löndun komin inn í Friðarhöfn og Vinnslustöðin er að taka í notkun nýja flokkunarstöð. Skip þeirra eru farin til veiða og má búast við að vinnslan hefjist fljótlega.
�??Breytingin hjá okkur er sú að nú er öllum makríl landað inni í Friðarhöfn þar sem hann er flokkaður fyrir vinnsluna. Heimaey VE er að landa, Sigurður VE er farinn út og Álsey VE fer út á eftir,�?? sagði Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélagsins þegar rætt var við hann á þriðjudaginn.
Áður var uppsjávarfiski landað austur á Nausthamarsbryggju og dælt inn í frystihúsið við Friðarhöfn. �??�?etta er lokaskrefið hjá okkur í að færa löndunina inn eftir. Loðna í hrognavinnslu verður áfram kúttuð austur frá í FES og hrognunum dælt inn eftir eins og undanfarin ár. �?llum afskurði og því sem flokkast frá verður dælt austur í FES sem þýðir að við losnum við allan flutning á bílum í gegnum bæinn sem er stór og ánægjulegur áfangi fyrir alla.�??
Hjá Vinnslustöðinni fór Kap út eftir helgina og tók stuttan túr. �??Hún kom með um 70 tonn sem við keyrðum í gegnum nýju flokkunarstöðina okkar,�?? sagði Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri bolfisks hjá Vinnslustöðinni.
�??�?að gekk ágætlega, það snerist allt en við sáum hvað þarf að laga. Við byrjuðum með nýtt frystihús fyrir uppsjávarfisk á síðasta ári og síðan í vor höfum við verið að byggja upp flokkunarstöð sem er sambyggð frystihúsinu. Fiskinum er landað beint inn í flokkunarstöðina þar sem hann fer í fleytirennum inn í vinnsluna. Er það gert til að fara betur með hráefnið og auka gæðin. Nú er verið að fínstilla þetta og ætti allt að komast á fullt á næstu dögum,�?? sagði Sverrir.