KFUM og KFUK góð leið til að kynnast nýju fólki
21. júlí, 2017
Nú er norrænu móti KFUM og KFUK sem haldið var í Vestmannaeyjum dagana 13. -18. júlí lokið. Tæplega 140 unglingar og leiðtogar frá Ísland, Færeyjum, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi hafa að sögn Gísla Stefánssonar, æskulýðsfulltrúa Landakirkju og starfsmanns KFUM og KFUK á Íslandi, skemmt sér konunglega síðustu daga og fengið að njóta ríkulegrar náttúru Eyjanna og gestrisni heimamanna.
�??Dagskrá mótsdagana hefur verið yfirgripsmikil og samanstaðið af morgunstundum þar sem fræðsla um ýmis málefni hefur verið á boðstólnum í gegnum leiki, skemmtun og vinnuhópa þar sem krakkarnir hafa lært ýmsa hagnýta hluti. Einnig hafa verið kvöldstundir þar sem þjóðirnar hafa skipst á að skemmta hver annarri, hver með sínum hætti. Hópurinn hefur svo sótt Eldheima heim og farið í bátsferð með Viking Tours. Í lok dagskrár hvers dags hefur svo verið helgistund í Landakirkju,�?? sagði Gísli.
Á sunnudeginum fyllti svo hópurinn Landakirkju í guðþjónustu sem Danir, Færeyingar og Íslendingar sáu sameiginlega um, en lestrar voru lesnir á ensku, færeysku og dönsku ásamt því að Gísli prédikaði. �?ar talaði hann um það sameiningartákn sem KFUM og KFUK er á Norðurlöndum. Nefndi hann þar sérstaklega þá ákvörðun sænsku hreyfingarinnar að opna starf sitt fyrir fleiri trúarhópum en þeim kristnu og svara þannig kalli fjölmenningarsamfélagsins. Til merkis um það voru átta múslímskir þátttakendur á mótinu og var ekki annað að heyra en að þeir hafi skemmt sér konunglega.
�??Að lokinni helgistund var hópnum skipt niður í tíu hópa sem kepptu í leiknum Experience Vestmannaeyjar en þar gengu krakkarnir vítt og breitt um Heimaey, fengu nýbakað rúgbrauð á Eldfelli, dorguðu við höfnina, fóru í leiki í Herjólfsdal, golf og málmleit á malarvellinum. Mánudagskvöldið var síðan ball á Háaloftinu þar sem Brimnes spiluðu fjölbreytt prógramm fyrir hópinn,�?? sagði Gísli að endingu.
Blaðamaður Eyjafrétta, ásamt ljósmyndara, skellti sér á síðustu kvöldvökuna á Háaloftinu og tók nokkra unglinga og leiðtoga tali.
Rósa Friðriksdóttir frá Vestmannaeyjum
Aldur: 14 ára.
Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: Fyrir félagsskapinn.
Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: Kynnast nýju fólki.
Veigar Sævarsson frá Vestmannaeyjum
Aldur: 14 ára.
Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: Bara fyrir félagsskapinn.
Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: Kynnast útlendingunum.
Hvaða þjóð er skemmtilegust: Færeyjar.
Hreiðar Garðarsson frá Akureyri
Aldur: 14 ára.
Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: Til þess að kynnast nýjum krökkum.
Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: Bara að vera í Vestmannaeyjum.
Ammar Al Azawi frá Svíþjóð
Aldur: 27 ára.
Hvernig líkar þér Vestmannaeyjar: Mjög vel, allt verið til fyrirmyndar.
Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: �?g fékk bara tækifæri til þess að prófa og ákvað að slá til og sé ekki eftir því.
Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: �?að hefur allt verið frábært.
Enni Riukulehto frá Finnlandi
Aldur: 25 ára.
Hvernig líkar þér Vestmannaeyjar: Mjög vel, líflegri en ég bjóst við.
Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: Starfið er skemmtilegt og flott.
Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: Í gær fengum við túr á fjöllin sem var mjög skemmtilegur, en náttúran hér er bara æðisleg.
Rune Hoff Lauridsen frá Danmörku
Aldur: 38 ára.
Hvernig líkar þér Vestmannaeyjar: Mjög vel, sérstakur og fallegur staður.
Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: �?ví hér getur fólk verið hluti af samfélagi og fengið trú á Guð, sjálft sig og öðru fólki.
Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: Okkar krökkum fannst túrinn á Eldfell og kvöldvökurnar vera hápunktur.
Beinta Tummasardóttir Klein frá Færeyjum
Aldur: 39 ára.
Hvernig líkar þér Vestmannaeyjar: �?ær eru svo fallegar, hér eru svo margir staðir sem eru sérstakir, eins og Heimaklettur og Eldfell og allt í göngufæri. Tengsl Færeyja við Vestmannaeyja eru líka skemmtileg.
Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: Okkar starf er örlítið frábrugðið og erum við í raun ekki á vegum KFUM og KFUK heldur kirkjunnar en starfið er svipað.
Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: Túrinn á Eldfell og bara öll Eyjan og náttúran sem henni tilheyrir.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.