Nú er norrænu móti KFUM og KFUK sem haldið var í Vestmannaeyjum dagana 13. -18. júlí lokið. Tæplega 140 unglingar og leiðtogar frá Ísland, Færeyjum, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi hafa að sögn Gísla Stefánssonar, æskulýðsfulltrúa Landakirkju og starfsmanns KFUM og KFUK á Íslandi, skemmt sér konunglega síðustu daga og fengið að njóta ríkulegrar náttúru Eyjanna og gestrisni heimamanna.
�??Dagskrá mótsdagana hefur verið yfirgripsmikil og samanstaðið af morgunstundum þar sem fræðsla um ýmis málefni hefur verið á boðstólnum í gegnum leiki, skemmtun og vinnuhópa þar sem krakkarnir hafa lært ýmsa hagnýta hluti. Einnig hafa verið kvöldstundir þar sem þjóðirnar hafa skipst á að skemmta hver annarri, hver með sínum hætti. Hópurinn hefur svo sótt Eldheima heim og farið í bátsferð með Viking Tours. Í lok dagskrár hvers dags hefur svo verið helgistund í Landakirkju,�?? sagði Gísli.
Á sunnudeginum fyllti svo hópurinn Landakirkju í guðþjónustu sem Danir, Færeyingar og Íslendingar sáu sameiginlega um, en lestrar voru lesnir á ensku, færeysku og dönsku ásamt því að Gísli prédikaði. �?ar talaði hann um það sameiningartákn sem KFUM og KFUK er á Norðurlöndum. Nefndi hann þar sérstaklega þá ákvörðun sænsku hreyfingarinnar að opna starf sitt fyrir fleiri trúarhópum en þeim kristnu og svara þannig kalli fjölmenningarsamfélagsins. Til merkis um það voru átta múslímskir þátttakendur á mótinu og var ekki annað að heyra en að þeir hafi skemmt sér konunglega.
�??Að lokinni helgistund var hópnum skipt niður í tíu hópa sem kepptu í leiknum Experience Vestmannaeyjar en þar gengu krakkarnir vítt og breitt um Heimaey, fengu nýbakað rúgbrauð á Eldfelli, dorguðu við höfnina, fóru í leiki í Herjólfsdal, golf og málmleit á malarvellinum. Mánudagskvöldið var síðan ball á Háaloftinu þar sem Brimnes spiluðu fjölbreytt prógramm fyrir hópinn,�?? sagði Gísli að endingu.
Blaðamaður Eyjafrétta, ásamt ljósmyndara, skellti sér á síðustu kvöldvökuna á Háaloftinu og tók nokkra unglinga og leiðtoga tali.
Rósa Friðriksdóttir frá Vestmannaeyjum
Aldur: 14 ára.
Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: Fyrir félagsskapinn.
Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: Kynnast nýju fólki.
Veigar Sævarsson frá Vestmannaeyjum
Aldur: 14 ára.
Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: Bara fyrir félagsskapinn.
Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: Kynnast útlendingunum.
Hvaða þjóð er skemmtilegust: Færeyjar.
Hreiðar Garðarsson frá Akureyri
Aldur: 14 ára.
Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: Til þess að kynnast nýjum krökkum.
Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: Bara að vera í Vestmannaeyjum.
Ammar Al Azawi frá Svíþjóð
Aldur: 27 ára.
Hvernig líkar þér Vestmannaeyjar: Mjög vel, allt verið til fyrirmyndar.
Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: �?g fékk bara tækifæri til þess að prófa og ákvað að slá til og sé ekki eftir því.
Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: �?að hefur allt verið frábært.
Enni Riukulehto frá Finnlandi
Aldur: 25 ára.
Hvernig líkar þér Vestmannaeyjar: Mjög vel, líflegri en ég bjóst við.
Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: Starfið er skemmtilegt og flott.
Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: Í gær fengum við túr á fjöllin sem var mjög skemmtilegur, en náttúran hér er bara æðisleg.
Rune Hoff Lauridsen frá Danmörku
Aldur: 38 ára.
Hvernig líkar þér Vestmannaeyjar: Mjög vel, sérstakur og fallegur staður.
Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: �?ví hér getur fólk verið hluti af samfélagi og fengið trú á Guð, sjálft sig og öðru fólki.
Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: Okkar krökkum fannst túrinn á Eldfell og kvöldvökurnar vera hápunktur.
Beinta Tummasardóttir Klein frá Færeyjum
Aldur: 39 ára.
Hvernig líkar þér Vestmannaeyjar: �?ær eru svo fallegar, hér eru svo margir staðir sem eru sérstakir, eins og Heimaklettur og Eldfell og allt í göngufæri. Tengsl Færeyja við Vestmannaeyja eru líka skemmtileg.
Af hverju ákvaðst þú að fara í KFUM og KFUK: Okkar starf er örlítið frábrugðið og erum við í raun ekki á vegum KFUM og KFUK heldur kirkjunnar en starfið er svipað.
Hver var hápunktur helgarinnar að þínu mati: Túrinn á Eldfell og bara öll Eyjan og náttúran sem henni tilheyrir.