�?að hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að EM kvenna í knattspyrnu er komið á fullt en í gær spilaði íslenska liðið sinn fyrsta leik á mótinu, þá gegn Frakklandi. Í riðlakeppninni á Ísland næst leik gegn Sviss á laugardaginn og síðan Austurríki á miðvikudaginn í næstu viku. Eftir það skýrist svo hvort liðið mun komast upp úr riðlinum í 16 liða úrslit. Í hópnum að þessu sinni eru þó nokkrar Eyjastelpur en af þeim leikur aðeins ein með ÍBV en það er Sigríður Lára Garðarsdóttir. �?ær Berglind Björg �?orvaldsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir, leikmenn Breiðabliks, eiga báðar rætur að rekja til Vestmanneyja sem og systurnar Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur en þær eru báðar frá vegna meiðsla og taka ekki beinan þátt í mótinu. Blaðamaður hafði samband við landsliðskonurnar fimm, sem þrátt fyrir annir, gáfu sér tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir Eyjafréttir. Hér eru svör Margrétar Láru Viðarsdóttur.
Aldur: 31 árs.
Gælunafn: Ekkert gælunafn, bara kölluð Margrét.
Helsta áhugamál fyrir utan fótbolta:
Aðrar íþróttir, fjölskyldan og ferðalög.
Eftirlætis matur: Nautakjöt með öllu tilheyrandi.
Versti matur: Humar.
Uppáhalds drykkur fyrir utan vatn: Kaffi.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar, á fallegu sumarkvöldi.
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: �?g er mikið fyrir allt sem er íslenskt þannig að Kaleo, Bubbi og Sálin eru í miklu uppáhaldi.
Gætir þú verið án snjallsíma í heila viku: Já, ekkert mál.
Fyrsti leikur í meistaraflokki: �?að var með ÍBV árið 2002, minnir mig.
Rútína á leikdegi: Engin sérstök rútína þannig ég passa bara alltaf upp á að sofa og nærast vel nokkrum dögum fyrir leik. Svo finnst mér hjálpa mikið að stunda hugarþjálfun kvöldi fyrir leik.
Grófasti leikmaður í landsliðinu: Sigríður Lára og Sara Björk mega deila þessum titli sín á milli. �?ær gefa ekkert eftir.
Besti samherji í landsliði og félagsliði: �?g hef verið heppin að spila með mörgum af bestu leikmönnum heims, hins vegar á ég Olgu Færseth mikið að þakka og elskaði að spila með henni á sínum tíma. Hún fær þann titil ásamt Elísu systur. �?að er eitthvað sérstakt að spila með systur sinni.
Hver er fyndnust í landsliðinu: �?að eru margir skemmtilegir karakterar í hópnum en Elísa og Gugga eru með góðan húmor.
Erfiðasti mótherji sem þú hefur mætt á ferlinum: �?ýska landsliðið eins og það leggur sig.
Besta minning frá yngri flokkum: �?g á margar frábærar minningar frá tímum mínum í Tý og ÍBV. Við unnum alltaf öll mót í öllum flokkum sem var mjög skemmtilegt.
Besta minning á ferlinum: Að vera valin íþróttamaður ársins 2007, ógleymanleg stund.
Mestu vonbrigði á ferlinum: Krossbandaslitin mánuði fyrir EM.
Draumalið til að spila með: Landsliðið er alltaf draumalið mitt.
Hefur þú fengið spjald fyrir dýfu: Nei.
Fylgist þú mikið með fótbolta? Ef svo er hvert er þitt uppáhaldslið: Já, alltof mikið örugglega. �?g missi varla af leik hjá mínum liðum ÍBV, Val og United.
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, ég fylgist mikið með handbolta og nánast öllum íþróttum.
Besti íþróttalýsandinn: Gummi Ben.
Uppáhalds íþróttamaður í sögunni: Michael Jordan.
Ef þú mættir breyta einhverju við fótbolta, hvað væri það: Að það megi fagna með því að fara úr treyjunni.
Hver mun skora fyrsta mark íslenska landsliðsins á EM í Hollandi: Sara Björk með skalla eftir fast leikatriði.