�?að hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að EM kvenna í knattspyrnu er komið á fullt en í gær spilaði íslenska liðið sinn fyrsta leik á mótinu, þá gegn Frakklandi. Í riðlakeppninni á Ísland næst leik gegn Sviss á laugardaginn og síðan Austurríki á miðvikudaginn í næstu viku. Eftir það skýrist svo hvort liðið mun komast upp úr riðlinum í 16 liða úrslit. Í hópnum að þessu sinni eru þó nokkrar Eyjastelpur en af þeim leikur aðeins ein með ÍBV en það er Sigríður Lára Garðarsdóttir. �?ær Berglind Björg �?orvaldsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir, leikmenn Breiðabliks, eiga báðar rætur að rekja til Vestmanneyja sem og systurnar Elísa og Margrét Lára Viðarsdætur en þær eru báðar frá vegna meiðsla og taka ekki beinan þátt í mótinu. Blaðamaður hafði samband við landsliðskonurnar fimm, sem þrátt fyrir annir, gáfu sér tíma til að svara nokkrum spurningum fyrir Eyjafréttir. Hér eru svör Fanndísar.
Aldur: 27 ára.
Gælunafn: Fanndís.
Helsta áhugamál fyrir utan fótbolta: �?tivera og njóta í góðra vina hópi.
Eftirlætis matur: indverskur og mexíkóskur matur.
Versti matur: �?g er ekki hrifin af gúllas.
Uppáhalds drykkur fyrir utan vatn: Aquaruis.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Auðvitað er það Vestmannaeyjar en svo er Ásbyrgi líka mjög fallegt.
Uppáhalds tónlistarmaður/hljómsveit: Justin Bieber og Celine Dion.
Gætir þú verið án snjallsíma í heila viku: Nei, ég held ekki.
Fyrsti leikur í meistaraflokki: 13 ára með ÍBV.
Rútína á leikdegi: Góður morgunmatur, göngutúr, hádegismatur, lögn, borða, mæting.
Grófasti leikmaður í landsliðinu: Sísí Lára.
Besti samherji í landsliði og félagsliði: Hallbera í landsliðinu og Sandra Sif í Breiðablik.
Hver er fyndnust í landsliðinu: Hallbera.
Erfiðasti mótherji sem þú hefur mætt á ferlinum: �?ær þýsku eru svakalegar.
Besta minning frá yngri flokkum: Pæjumótið í Eyjum og þegar ég fékk Lárusarbikarinn fræga.
Besta minning á ferlinum: Íslandsmeistarar 2015.
Mestu vonbrigði á ferlinum: �?ll þau ár sem enginn titill hefur unnist.
Draumalið til að spila með: Arsenal.
Hefur þú fengið spjald fyrir dýfu: Nei.
Fylgist þú mikið með fótbolta? Ef svo er hvert er þitt uppáhaldslið: já, Arsenal og Barcelona eru mín uppáhalds.
Fyrir utan fótbolta, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, íslenska landsliðinu í handbolta.
Besti íþróttalýsandinn: Gummi Ben.
Uppáhalds íþróttamaður í sögunni: Messi.
Ef þú mættir breyta einhverju við fótbolta, hvað væri það: Allt þetta óþarfa vesen, undirbuxur og fleira.
Hver mun skora fyrsta mark íslenska landsliðsins á EM í Hollandi: �?g.