Á fundi sínum í gær ræddi bæjarstjórn samgöngur á sjó og dýpkun í Landeyjahöfn þar sem farið er að grynnka, sérstaklega við eystri hafnargarðinn. Samþykktar voru eftirfarandi ályktanir:
Bæjarstjórn lýsir yfir miklum áhyggjum af stöðu mála í Landeyjahöfn vegna grynninga milli garða og gerir þá sjálfsögðu kröfu að allt verði gert til að tryggja fullnægjandi dýpkun sem allra fyrst. �?á óskar bæjarstjórn eindregið eftir því að þær ferðir sem fella þarf niður á fjöru eða vegna ölduhæðar verði farnar á öðrum tíma sólarhringsins.
2. Stoppdagar Herjólfs vegna viðgerðar haust 2017
Fyrir liggur að innan skamms mun Herjólfur þurfa að fara til viðgerða vegna bilana sem ekki tókst að lagfæra við seinustu slipptöku. Vegna þessa ítrekar bæjarstjórn það sem áður hefur komið fram um að ekki komi á neinum tíma til greina að skip leysi Herjólf af sem ekki hafi fulla haffærni á siglingaleiðinni milli lands og Eyja (B-skip). Ef ekki finnst skip sem getur bæði þjónustað í Landeyjahöfn og �?orlákshöfn þá beinir bæjarstjórn því til Vegagerðarinnar að athugað verði hagkvæmi þess að seinka slipptöku vel fram á vetur og fá þá til þjónustu stórt og öflugt skip sem haldið getur háu þjónustustigi í siglingum í �?orlákshafnar.
Elliði Vignisson
Páll Marvin Jónsson
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Birna �?órsdóttir
Trausti Hjaltason
Stefán Jónasson
Auður �?sk Vilhjálmsdóttir