Karlalið ÍBV hefur samið við 24 ára gamlan miðvörð að nafni David Atkinson en hann er uppalinn hjá Middlesbrough og á að baki 16 leiki í Premier League Two og 32 leiki í League Two með Carlisle. David hefur síðan leikið með Blyth Spartans í National league north.