Sigurður Áss Grétarsson, framkvæmdastjóri siglingasviðs Vegagerðarinnar, segir í Morgunblaðinu í dag, að dæluskipið sé að vinnu þar sem það hafi grynnkað í höfninni undanfarið þar sem sandur hafði safnast fyrir.
Sigurður Áss segir að stefnt sé að því að dýpkun ljúki í lok vikunnar þannig að leiðin verður greið úr Landeyjahöfn á �?jóðhátíð.
Af mbl.is.