A landslið kvenna í handbolta lék á dögunum gegn sænsku meisturunum Höörs HK H 65, en stelpurnar eru þessa dagana í æfingaferð í Danmörku. Leiknum lauk með fimm marki tapi en lokatölur voru 24:29 þeim sænsku í vil. Sandra Erlingsdóttir, leikmaður ÍBV, skoraði þrjú mörk í leiknum.