Jónas Guðbjörn Jónsson, talsmaður þjóðhátíðarnefndar, hefur staðið í ströngu síðustu vikurnar enda ekki nema tveir dagar þar til �?jóðhátíð 2017 verður sett. Jónas er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.
Nafn: Jónas Guðbjörn Jónsson.
Fæðingardagur: 11. mars 1974.
Fæðingarstaður: Sandgerði.
Fjölskylda: Maki: Helga Sigrún �?órsdóttir. Börn: Jón Grétar, 11 ára og María Sigrún, 5 ára.
Draumabíllinn: Ford Explorer.
Uppáhaldsmatur: Hamborgarahryggur.
Versti matur: Súrmeti,enda er það ónýtur matur.
Uppáhalds vefsíða: Tottenhamhotspur.com.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Queen, Egó, og allt gott rokk.
Aðaláhugamál: Fótbolti og auðvitað þjóðhátíð.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Isaac Newton.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Herjólfsdalur.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Jurgen Klinsmann / ÍBV.
Ertu hjátrúarfullur: Já, alltof mikið.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Hjóla þegar ég hef tíma.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Game of Thrones.
Hvernig hefur undirbúningur �?jóðhátíðar gengið: Mjög vel, enda með gott fólk með mér. Allir þessir frábæru sjálfboðaliðar sem mæta í Dalinn eru ómetanlegir.
Af hverju léstu plata þig í þetta starf: Er svo mikill þjóðhátíðarmaður að það var ekki erfitt að plata mig í þetta. Og þá getur Helga ekki dregið mig í burtu eitthvað annað.