Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Samgöngustofu að veita ekki undanþágu fyrir siglingar ferjunnar Akraness á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar yfir �?jóðhátíð. Frá þessu er greint í tilkynningu á vef ráðuneytisins.
Rúv.is greinir frá.
Í úrskurði ráðuneytisins er lagt fyrir Samgöngustofu að fallast á umsókn Eimskips um að nota ferjuna til siglinga á milli lands og Eyja 4. og 7. ágúst næstkomandi.
Eimskip sótti þann 17. júlí síðstliðinn um heimild til Samgöngustofu um að nota ferjuna Akranes til siglinga milli lands og Eyja 4. og 7. ágúst en Samgöngstofa hafnaði erindinu. Vestmannaeyjabær kærði ákvörðunina í framhaldinu til ráðuneytisins. Við meðferð málsins tilkynnti Eimskip ráðuneytinu að það styddi Vestmannaeyjabæ varðandi kæruna.
Í frétt um úrskurðinn á vef ráðuneytisins segir að Samgöngustofa hafi ekki sýnt fram á að aðstæður til siglinga milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar séu aðrar en á milli Reykjavíkur og Akraness. �?ar sem ferjan Akranes hafi nú þegar tímabundna heimild frá Samgöngustofu til siglinga milli Reykjavíkur og Akraness hafi ekkert komið fram, að mati ráðuneytisins, sem réttlætt geti að synjað verði um heimild til siglinga ferjunnar á sambærilegu hafsvæði milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar enda séu bæði hafsvæðin í flokki C. �?að eitt að álag sé í hámarki á tilgreindu tímabili og að um sé að ræða stærstu ferðahelgi ársins þar sem ætla megi að mikill þrýstingur sé á skipstjórnarmenn að halda áætlun séu ekki sjónarmið sem áhrif geti haft á niðurstöðu málsins enda sé öllum viðeigandi öryggiskröfum fullnægt, að því er fram kemur í tilkynningu á vef ráðuneytisins.