Í gær setti lögreglan í Vestmannaeyjum inn stöðufærslu á facebook þar sem greint er frá að Fjarstýrð loftför eða drónar verða ekki leyfilegir á �?jóðhátíð.
“�?jóðhátíðarnefnd hefur ákveðið sem umráðamaður yfir Herjólfsdal næstu helgi að banna flug allra fjarstýrðra loftfara, svokallaða dróna inni í Herjólfsdal á meðan �?jóðhátíð Vestmannaeyja stendur yfir frá 4. ágúst til 7. ágúst 2017. Bannið er sett til að tryggja öryggi þjóðhátíðargesta. Í Herjólfsdal verða eingöngu fjarstýrð loftför á vegum þjóðhátíðarnefndar og viðbragðsaðila.
Auglýsing um breytingar á umferð í Vestmannaeyjum meðan þjóðhátíð 2017 stendur:
Hámarkshraði á Dalvegi 15 km/klst og framúrakstur bannaður. �?á verður hámarkshraði á Hamarsvegi frá Áshamri að Brekkugötu 30 km/klst. Umferð um Dalveg er einungis leyfð til að leggja í bifreiðarstæði og til að skila og sækja fólk. Bifreiðastöður verða einungis heimilar á sérmerktum bifreiðarstæðum. Búast má við að bifreiðar, sem lagt er andstætt banni þessu verði fjarlægðar og teknar í vörslu lögreglu á kostnað eiganda.
�?á er akstur stærri ökutækja bannaður á Dalvegi nema þeir sem eru á vegum þjóðhátíðarnefndar til fólks- eða vöruflutninga.
Biðskylda á Dalvegi fyrir umferð á Hamarsvegi verður með óbreyttum hætti.
Breyting þessi tekur gildi föstudaginn 04.ágúst nk. kl.13:00 og gildir til mánudagsins 07. ágúst. kl.19:00.
�?ar sem bifreiðarstæði verða mjög takmörkuð við Dalveg er þjóðhátíðargestum bent á sérstaklega merkt bifreiðarstæði í nágrenni við Herjólfsdal á öðrum merktum svæðum sem auglýst hafa verið.”