Á góðum stað með hátíðina og gestir til fyrirmyndar
�?jóðhátíðarnefnd hefur haft í mörg horn á líta undanfarna daga og vikur og þó aldrei meira en þá daga sem hátíðin stendur. Að þessu sinni gekk allt upp, gestir sjaldan eða aldrei verið fleiri, gott veður, frábær dagskrá og allir sem komu að framkvæmdinni með einum eða öðrum hætti unnu sín verk af fagmennsku. Allt byggir þetta á áratuga langri reynslu sem gerir kleift að taka á móti öllum þeim fjölda sem hingað stefnir alla jafna fyrstu helgina í ágúst.
�?etta er mat Jónasar Guðbjörns Jónassonar, talsmanns þjóðhátíðarnefndar sem hafði í nógu að snúast alla helgina að sinna fjölmiðlum. �??Heilt yfir fannst mér þeir jákvæðir þetta árið enda gekk þetta alveg eins og í sögu hjá okkur,�?? segir Jónas.
�??�?að kemur þó fyrir að maður verður hissa. �?að var hringt í mig á mánudagsmorguninn þar sem við vorum að byrja að hreinsa Dalinn eftir nóttina. Ein spurningin var hvort það væri ekki mikið rusl og ég gat ekki neitað því. Ruslið var svo fyrirsögn á fréttinni en hvergi minnst á að Dalurinn var hreinsaður á hverjum morgni alla hátíðina eins og alltaf.�??
Jónas segir að allt hafi gengið upp. �??Veðrið spilaði með okkur þetta árið og hátíðin í ár er með þeim stærri og hún var alveg frábær í alla staði.�??
Jónas er mjög ánægður með framlag allra sem komu að hátíðinni. �??Listafólkið stóð sig mjög vel og þetta kom vel út á Stórasviðinu þar sem ljós, hljóð og tónlist sköpuðu eina stórkostlega heild og útkoman var einstök sýning tónlistar og lita.�??
Jónas segir tónlistarfólk sækjast í að koma fram á þjóðhátíð og Ragga Gísla hafi talið það heiður að fá að semja þjóðhátíðarlagið í ár. �??Við erum á góðum stað með hátíðina og fólkið sem hingað kemur er hresst og skemmtilegt. Vil ég koma á framfæri þökkum til allra gesta á þjóðhátíðinni fyrir þeirra þátt í frábærri hátíð.�??
Jónas segir að lögreglan sé heilt yfir ánægð með hvernig til tókst. �??�?að sama má segja um aðra þætti. Flutningar á fólki með strætó gengu vel og eins er með gæsluna sem var mjög sýnileg og fljót til ef eitthvað kom upp á. �?etta fólks sækist eftir að koma hingað ár eftir ár sem er jákvætt vegna reynslunnar sem það hefur.
�?að sama má segja um fólkið sem starfar við hljóð og ljós, allt fagfólk á sínu sviði sem við leitum svo til um hvað má gera betur. �?að er einn liðurinn í því að bæta okkur og vera á toppnum. �?á má ekki gleyma Bjarna �?lafi sem vex með hverju árinu sem þulur þjóðhátíðar og Ingó hefur aldrei verið betri í Brekkusöngnum en núna.�??
�?að eru margar hendur sem leggjast á árarnar í undirbúningi og framkvæmd þjóðhátíðar þar sem sama fólkið gengur í sömu störfin ár eftir ár. �??�?ar á ÍBV hauka í horni í tugi sjálfboðaliða, án þeirra væri þetta ekki hægt,�?? segir Jónas að endingu.

Nýjustu fréttir

Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.