Söngkeppni barna var að sjálfsögðu á sínum stað á dagskrá �?jóðhátíðarinnar síðustu helgi. Var keppt í flokki eldri og yngri og fengu krakkarnir að spreyta sig á Brekkusviðinu sjálfu eins og hefð er fyrir. Sigurvegararnir voru vel að sigrinum komnir, Ísold Sævarsdóttir í eldri flokknum og Sigurrós Ásta �?órisdóttir í flokki yngri. Ísold og Sigurrós Ásta eru Eyjamenn vikunnar.
Nafn: Ísold Sævarsdóttir.
Fæðingardagur: Laugardagurinn 17. febrúar 2007.
Fæðingarstaður: Landsspítalinn Reykjavík.
Fjölskylda: Mamma (Hrönn Róbertsdóttir), Pabbi (Sævar Pétursson), �?órhallur 38 ára, Pétur 34 ára, Jonni 21 árs, Ísey 14 ára og ég 10 ára
Draumabíllinn: Blár hermannabíll sem hægt er að taka toppinn af.
Uppáhaldsmatur: Píta.
Versti matur: Allar fiski og kjöt tegundir nema ýsa og svínakjöt.
Uppáhalds vefsíða: youtube.com
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Hello með Lionel Richie.
Aðaláhugamál: Hlusta á tónlist, smíða, læra, syngja, uppfinningar, fara á æfingar og keppa í íþróttum.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Beyonce.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: �?eir eru margir Ísland, Vestmannaeyjar, Dubai, Monterosso á Ítalíu og sjórinn.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Michael Jordan og Stjarnan.
Ertu hjátrúarfull: Já frekar.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Já ég stunda fimleika og körfubolta.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Undraveröld Gúnda.
Hefur þú sungið lengi: Já alveg síðan ég var þriggja ára en þegar ég var fjögurra ára byrjaði ég að syngja með viti.
Hvernig var tilfinningin að syngja á Brekkusviðinu: Í byrjun var það stressandi en þegar ég var byrjuð að syngja leið mér eins og enginn væri að hlusta. En þegar ég var búin kom mjög góð og gleðileg tilfinning.
Er draumurinn að syngja á kvölddagskránni á �?jóðhátíð í framtíðinni: Já það er einmitt einn af draumunum mínum.
…………………………………………………
Nafn: Sigurrós Ásta �?órisdóttir.
Fæðingardagur: 3. mars 2010.
Fæðingarstaður: Reykjavík.
Fjölskylda: Foreldrar mínir heita Elena Einisdóttir og �?órir Aðalsteinsson og svo á ég tvo bræður sem heita Aðalsteinn Einir og Einir Ingi.
Draumabíllinn: Skoda eins og mamma á.
Uppáhaldsmatur: Hamborgari.
Versti matur: Ostastangir.
Uppáhalds vefsíða: friv.com.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Gleðipopp (t.d. Dönsum eins og hálfvitar með Friðrik Dór).
Aðaláhugamál: Söngur, fimleikar, ballett og söngleikir hjá leikfélaginu Draumar.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: �?mmu Jönu.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Mamma, Stjarnan og ÍBV.
Ertu hjátrúarfull/ur: Nei.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Já er í fimleikum og ballett.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Svampur Sveinsson.
Hefur þú sungið lengi: �?g lærði eiginlega að syngja áður en ég lærði að tala og ég hef verið í Söngskóla Maríu Bjarkar frá því ég var 3 ára.
Hvernig var tilfinningin að syngja á Brekkusviðinu: �?að var mjög gaman að sjá alla klappa og syngja með í brekkunni og mér leið rosalega vel.
Er draumurinn að syngja á kvölddagskránni á �?jóðhátíð í framtíðinni: Já draumurinn er að verða söngkona og syngja á �?jóðhátíð.