Leikarinn og Vestmannaeyjavinurinn Manu Bennett stefnir á að taka upp kvikmynd sem hann hefur unnið að síðustu misseri í samstarfi við Eyjakonuna og handritshöfundinn Sillu Leudóttur en myndin hefur fengið nafnið Over the Volcano. Myndin verður byggð á sjóslysi frá árinu 1982 en þá fórst belgíski togarinn Pelagus austan við Eyjar. Myndin mun þó vera með sjálfstæðan söguþráð, gerast í nútímanum og fjalla um uppvöxt ungrar stúlku sem tekst á við ýmsa erfiðleika sem fylgja umræddu sjóslysi.
Í júní á þessu ári, í annarri ferð sinni til Vestmannaeyja, hitti Manu Elliða Vignisson bæjarstjóra til að rifja upp kynnin eftir að leiðir þeirra lágu saman á Goslokahátíðinni í fyrra. Fóru þeir m.a. annars út í Elliðaey meðan á dvölinni stóð og var Nýsjálendingurinn heillaður líkt og aðrir túristar sem sækja Vestmannaeyjar heim. �??�?egar komið var að ferðalokum hugsaði ég með mér að þetta kynni að vera síðasta skiptið sem ég kæmi á þessa Eyju. �?g var staddur í ferjunni og það heltist yfir mig sorgartilfinning við þessa tilhugsun,�?? segir Manu sem skyndilega fékk textaskilaboð frá ókunnugri manneskju.
�??�?g fæ sms frá Sillu þar sem hún segir mér að hún sé aðdáandi og að hún hafi lært handritagerð í skóla í Vancouver og spyr hvort við gætum hist. �?g sendi henni skilaboð til baka og segi henni að ég sé í ferjunni á leiðinni í burtu frá Eyjum. Fyrir mér var þetta einhvers konar merki og á þessum tímapunkti snerist allt á hvolf, mér fannst ég þurfa að bregðast við þessu.�??
Á þeim tíma sem Manu var í Eyjum hafði Elliði m.a. farið með hann að skoða hraunið austur hjá Urðavita. �??�?g man ég stóð og horfði mjög lengi á á einn tiltekinn stað og var alveg heillaður en á sama tíma fékk ég líka einhverja óhugnarlega tilfinningu. Elliði kemur þá til mín og segir mér að þarna hafi farið belgískur togari að nafni Pelagus og að fjöldi fólks hafi staðið í þessum sömu sporum og horft á þennan harmleik. �?essi frásögn sat í mér og þegar ég var kominn aftur á meginlandið fannst mér ég þurfa að segja Víkingi vini mínum frá þessari upplifun. Víkingur segir mér þá að læknirinn sem drukknaði hafi verið föðurbróðir hans. Við borðuðum síðan kvöldverð með föður hans og ræddum nánar um þennan atburð,�?? segir Manu.
Smábæjarlífið á Íslandi heillandi viðfangsefni
Í kjölfarið hafði Manu aftur samband við Sillu og segir henni frá sögunni af Pelagus slysinu og hvernig vinur hans óvænt tengdist því. �??�?g segir við Sillu að okkur væri kannski ætlað að gera eitthvað með þetta.�?? Er myndin þá byggð á slysinu? �??�?að mun vera bakgrunnurinn og byrjunin að okkar sögu sem er í raun algjörlega sjálfstæð. Myndin mun fjalla um unga stúlku sem býr á eyjunni og hvernig hún tekst á við lífið eftir slysið,�?? segir Manu en smábæjarlífið á Íslandi þykir honum afar heillandi. �??Eitt af því sem hefur vakið athygli mína hvað mest á ferðalagi mínu um landið eru smábæirnir og menningin. Reykjavík hefur dregið til sín mikið af unga fólkinu og litlu plássin eru hægt og rólega að þurrkast út. Eitt af því sem ég tók strax eftir í fari Sillu er hversu miklu máli Vestmannaeyjar skipta hana þannig að við ákváðum að nýta okkur það sem við eigum sameiginlegt sem listamenn og fara á fullt í þetta verkefni. �?g myndi nýta mér sambönd mín og hún myndi nýta sér sambönd sína hérna. �?annig hófst þetta samstarf.�??
Verkefnið er vel á veg komið og framleiðendur í Reykjavík strax búnir að sýna því áhuga. En hvenær er áætlað að tökur hefjist? �??Ef allt gengur eftir byrjum við næsta sumar og allar senurnar nema ein munu fara fram hér í Eyjum,�?? segir Manu og lýsir sögunni sem hálfgerðri þroskasögu og líkir henni við nýsjálensku kvikmyndina Whale Rider. �??Sú mynd gerði það gott á alþjóðlegan mælikvarða sem þroskasaga ungrar maórískrar stelpu. Myndin hefði getað verið einungis á maórísku en í staðinn var hún gerð á ensku með nokkrum undantekningum þar sem maórísk orð voru notuð. �?etta var eitt af því sem var til umræðu með framleiðendunum í Reykjavík, að myndin gæti höfðað til erlends markaðs en myndi sömuleiðis innihalda einhverja íslensku.�??
Í sumar hafa þau Manu og Silla æft og tekið upp senur með fólki frá Eyjum til að sýna framleiðendum sjónrænt sýnishorn af verkefninu. �??�?etta hefur verið svolítið fyndið en við höfum verið að vinna aðeins með nokkrum heimamönnum og jafnvel nágrönnum okkar. �?eir hafa komið með okkur og leikið í nokkrum senum fyrir okkur svo við höfum eitthvað til að færa framleiðendunum en við höfum tekið upp niðri í Herjólfsdal, í kirkjugarðinum og á Ræningjatanga svo eitthvað sé nefnt. Hér hafa að sjálfsögðu verið sagðar sögur áður, sögur eins og Djúpið sem hafa heppnast vel.�??
Sjálfur hefði Manu viljað leikstýra myndinni en reiknar þó ekki með að það gangi eftir. �??�?g hefði klárlega viljað það en þetta er allt spurning um styrki og fjármögnun og til þess að fá þessa styrki þarf að vera íslenskur leikstjóri. En það er ekki vandamál fyrir mig, það er sagan sjálf sem skiptir máli. Kannski mun mér í staðinn bara bregða fyrir í myndinni í örskotsstund,�?? segir Manu og hlær.
Tekur Manu skýrt fram að verkefnið sem slíkt sé eins mikið Sillu að þakka og sér. �??�?að er í raun Silla sem á heiður skilinn að láta þetta verða að veruleika, ég varpaði bara fram hugmyndinni sem ég fékk þegar ég stóð uppi á hrauninu og Elliði sagði mér söguna af sjóslysinu. Í sameiningu komum við með hugmynd að mögulegri þroskasögu sem dregur fram helstu einkenni þessa samfélags. Eftir 20 ára feril sem leikari liggur metnaður minn í því að sýna hvað samfélagið hefur fram að færa, ég er hálfpartinn orðinn þreyttur á þessari amerísku hasarsenu. �?að fyrsta sem vakti athygli mína hér á Íslandi var hreinleikinn í fólkinu og hvað landið býr yfir miklum gæðum sem fólk annars staðar að getur lært af. �?að verður að varðveita menninguna hér og ein leið til þess er t.d. í gegnum sögur sem þessar.
Farin til Vancouver til að ræða við framleiðendur
Í gær flugu þau Manu og Silla út til Vancouver í Kanada til að ræða næstu skref verkefnisins við framleiðendurna. �??Við ætlum að setjast niður með okkar fólki og ræða framhaldið. Eina sem ég get sagt er að við erum með mikinn meðbyr með okkur núna,�?? segir Manu sem hefur mikla trú á samstarfsfélaga sínum og líkir henni jafnvel við óskarsverðlaunaleikkonuna Jennifer Lawrence. �??�?g hef starfað með mörgum leikurum og hún er ein þeirra sem þarf ekki að segja mikið, augu hennar tala sínu máli og í svona mynd skiptir það gríðarlegu máli þar sem talið skiptir ekki höfuðmáli, frekar staðurinn og tíminn. Orð endast ekki en bær sem þessi gerir það. Vonandi mun þessi saga varðveita hluta af sjálfsmynd Vestmannaeyja, það skiptir mestu máli,�?? segir Manu.
Aðspurður út í leikaramál vonast Manu eftir að geta notað heimamenn í einhverju mæli. �??�?g ætla að reyna að ráða eins mikið af heimamönnum og hægt er. Mér finnst stundum besta fólkið í hlutverk vera fólkið sem býr á staðnum. �?að kom út dásamleg mynd árið 2001 sem heitir Atanarjuat eða Fast Runner þar sem eingöngu voru notaðir heimamenn og hver sena bjó yfir svo miklum trúverðugleika. �?etta verður kannski ekki alveg raunin með okkar mynd en það að hafa einn til tvo heimamenn í senu gefur svo mikið vægi og utanaðkomandi fólk úti í heimi myndi virkilega kunna að meta slíkt,�?? segir Manu.
Ekki síður mikilvægt er að fá samfélagið í heild með í lið því reynslan sýnir að annað sé ekki vænlegt til árangurs. �??�?g þekki til þar sem þessi hlutur hefur gjörsamlega mistekist og er Baywatch dæmi um það. En þegar ég bjó í Sidney í Ástralíu ákvað tökuliðið að taka yfir ströndina án samráðs við heimamennina sem að lokum hrakti tökuliðið í burtu. �?annig að ég hef reynslu af því hvernig á ekki að nálgast svona hluti og eina leiðin til að láta þetta verkefni ganga upp væri í samstarfi við samfélagið.
Í viðræðum við KJ Apa um hlutverk í myndinni
Í ferðinni til Vancouver mun Manu einnig reyna að sannfæra vin sinn KJ Apa, sem leikur m.a. í þáttunum Riverdale, um að leika í myndinni. �??Við munum hitta vin minn KJ í Vancouver og ræða við hann um myndina. �?ar sem þetta er þroskasaga þá mun hún ekki síst höfða til yngri kynslóðarinnar og því gaman að fá hann með. En þetta eru einungis viðræður og ekkert ákveðið enn. Riverdale eru gríðarlega vinsælir þættir hjá ungu fólki og að koma með KJ til Eyja væri eins og að koma með Bítlana á sínum tíma,�?? segir Manu og hlær.
Eins og kannski margir vita hefur Manu síðustu ár leikið persónur á borð við Crixus í þáttunum Spartacus, Deathstroke í þáttunum Arrow og síðast en ekki síst orkaforingjann Azog í Hobbita þríleiknum. �??�?g er að fara að taka upp tvo þætti í Arrow núna bráðlega og svo munu nýjustu þættirnir sem ég leik í, The Shannara Chronicles, fara í loftið fljótlega. Svo er ég að bíða eftir símtali sem ætti að koma mjög fljótlega en það er í sambandi við stóra bíómynd sem ég fór í prufur fyrir. �?etta yrði hlutverk sem myndi breyta öllu fyrir minn ferill,�?? segir Manu að lokum.