Líkt og síðustu ár þá munu ekki einungis Vestmannaeyingar eða Íslendingar vera í hópi þátttakenda í Vestmannaeyjahlaupinu. Meðal hlaupara verður Malcom Holmes, 49 ára Englendingur frá bænum Milton Keynes, en hann mun taka þátt annað árið í röð. Ásamt honum mun frændi hans Dan Cotter og japönsk vinkona hans, Chizu Hamasaki, hlaupa með honum 10 km. Með í för verður einnig hinn 16 ára Ellis, sonur Malcom, en hann mun ekki taka þátt í hlaupinu vegna leti að sögn föðurins. Koma fjórmenningarnir til Eyja 31. ágúst og munu dvelja á Hótel Vestmannaeyjar á meðan dvöl þeirra stendur.
�??Við erum s.s. fjögur sem komum en einungis þrjú okkar ætla að hlaupa, þ.e. ég, Dan og Chizu,�?? sagði Malcom í samtali við Eyjafréttir í síðustu viku. Aðspurður hvers konar hlauparar þau væru sagði Malcom þau einungis vera áhugamenn. �??Við þrjú erum öll áhugamenn og ekkert alltof kappsöm og eigum það sameiginlegt að finnast gaman að blanda saman hlaupum og ævintýramennsku. Í gegnum tíðina höfum við tekið þátt í hlaupum víðsvegar um heim, t.d. í Japan, Kóreu, Svalbarða, Kanada og að sjálfsögðu Bretlandi. Að finna áhugavert hlaup og ferðast á framandi stað hefur alltaf reynst góð blanda. Á næsta ári stefnum við á Grænland en það er enn í undirbúningi.�??
En af hverju Vestmannaeyjahlaupið? �??�?g skráði mig í Vestmannaeyjahlaupið síðasta sumar undir lok tíu daga ferðalags um Íslands með syni mínum Ellis. �?etta var í fyrsta skiptið sem ég tók þátt í hlaupinu þrátt fyrir að hafa heimsótt Heimaey oft og mörgum sinnum síðustu tíu árin á ferðalögum mínum um Íslands,�?? sagði Malcom en í eitt skiptið rakst Malcom á Magnús Bragason fyrir utan Hótel Vestmannaeyjar sem sagði honum frá hlaupinu. �??�?g var nýkominn til baka eftir stutt skokk í kringum Eldfell þegar ég rekst á Magnús fyrir utan hótelið, ég held þetta hafi verið árið 2013. Hann sagði mér frá árlegu hlaupi sem haldið var á Heimaey og ég lofaði honum að einn daginn myndi ég taka þátt. �?g stóð síðan við gefið loforði þremur árum síðar.�??
Tók strax ástfóstri við landið
Eins og fram hefur komið hefur Malcom heimsótt Ísland ótal sinnum síðustu ár en hann og Ellis tóku strax ástfóstri við landið eftir stutt stopp árið 2009. �??Flest skiptanna höfum við verið í viku til tíu daga að ferðast um landið. Árið 2014 kom síðan Chizu með okkur í heimsókn til Heimaeyjar og hún varð strax ástfangin af staðnum og staðráðin í að koma aftur. Að koma hingað til Eyja í lok ferðalags um Íslands er næstum eins og að koma heim, fólkið er svo indælt, maturinn frábær og útsýnið í kring stórkostlegt. �?g held ég geti fullyrt að öll okkar myndum vilja dvelja lengur ef tækifæri gæfist, jafnvel vinna á Eyjunni í ár, það væri fullkomið.�??
Malcom og félagar lenda á Íslandi 25. ágúst og þá tekur við tíu daga ferðalag um landið sem endar á hlaupinu í Eyjum. �??Við munum byrja á því að ferðast norður á Krossnes á Vestfjörðum, þaðan munum við taka stefnuna yfir hálendið og dvelja í nokkra daga við Landmannalaugar þar sem við ætlum að klifra og taka nokkur æfingahlaup. Að Vestmannaeyjahlaupinu loknu munum við síðan slaka á í lauginni áður en við höldum til baka með ferjunni um kvöldið og fara af landi brott daginn eftir.