Sumarið 2014 var bæði andlega og líkamlega erfitt fyrir Geir Reynisson sem hafði ranglega verið greindur með brjósklos árið árið. Seinna meir kom í ljós að hann var með svokallað liðskrið í neðstu hryggjarliðum, illa þjáður, allur skakkur og skældur og átti erfitt með gang. �??�?g bruddi verkjalyf eins og smarties og geðheilsan var ekki beint í topp standi,�?? sagði Geir þegar blaðamaður ræddi við hann um þessi hvimleiðu bakveikindi og leiðina að bættum lífsgæðum. �??Eitt af því sem ég lét fara í taugarnar á mér voru menn eins og Maggi Braga og Arnar Rich, hlaupandi um alla Eyju eins og ekkert væri sjálfsagðara. Auðvitað var þetta bara vegna þess að ég gat ekki gert neitt sjálfur.�??
Í byrjun september sama ár var Geir að mála húsið sitt, með dyggri aðstoð vina og fjölskyldu, þegar hann skyndilega fékk þá flugu í hausinn að setja stefnuna á Vestmannaeyjahlaupið. �??Upp úr hádegi var ég búinn að vera, skreið upp tröppurnar, henti í mig óæskilegu magni af parkódin forte og rétt komst upp í rúm. Um leið kvað við mikil sprenging. �?að var verið að starta Vestmannaeyjahlaupinu. Með tárin í augun lofaði ég sjálfum mér og almættinu að ef ég kæmist einhvern tímann aftur til heilsu myndi ég taka þátt í þessu bölvaða hlaupi! Munið að ég var með krónískt ofnæmi fyrir fólki í hlaupafötum á þessum tímapunkti.�??
Efndi 2 ára gamalt loforð
Í lok árs 2015 komst Geir loks að í aðgerð þar sem hryggurinn var spengdur og við tók langt og erfitt endurhæfingar tímabil. �??Fyrst tíu skref. Síðan fleiri og fleiri og þegar komið var fram á sumarið 2016 gat ég orðið gengið yfir fimm kílómetra. �?á kom auglýsing um Vestmannaeyjahlaupið og nú var kominn tími til að efna tveggja ára gamalt loforð. �?g skráði mig til leiks, prófaði að ganga fimm kílómetra brautina nokkrum sinnum og setti mér svo markmið í tíma. Ekki of auðvelt og ekki of háleitt,�?? sagði Geir hélt áfram.
�??Dagurinn rann upp, bjartur og fallegur og aldrei hafði ég hlakkað eins mikið til að hreyfa mig. �?g fór þessa fimm kílómetra á einni sekúndu yfir markmiðinu! �?g var svo glaður að loknu hlaupi. �?g hafði staðið við loforð, stutt gott málefni og sigrað sjálfan mig.�??
Í fyrra gekk Geir megnið af leiðinni en í ár stefnir hann á að skokka meira. �??Nú styttist í nýtt hlaup. �?g hef ekkert æft en ég ætla samt að vera með. �?g ætla að nota þennan dag til að þakka fyrir að geta hreyft mig, haldið á börnunum mínum og stundað vinnu og áhugamál. �?g er ekki hlaupari en Vestmannaeyjahlaupið fyrir mér snýst um að vera með, styrkja gott málefni og þakka fyrir heilsuna,�?? sagði Geir að lokum áður en hann þakkaði Magga Braga og aðstandendum hlaupsins fyrir frábært framtak. �??Í lokin langar mig að nýta tækifærið til að hvetja fólk til að taka þátt í að gera þetta hlaup að stórum viðburði á dagatali Eyjamanna.�??