�??Laugardagurinn 19. ágúst mun seint renna mér úr minni. �?ann dag fórum við nokkrir félagar 10 km í hjólastól en við vorum að safna áheitum fyrir gott málefni,�?? segir Sigurjón Lýðsson þegar hann rifjar upp Reykjavíkurmaraþonið sem fram fór sl. helgi. �??Árið á undan hafði Gunnar Karl, vinur okkar, farið tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu og með honum hljóp Kjartan Vídó. Eftir það ævintýri var ákveðið að gera enn betur í ár og því var ákveðið að fara í hjólastól líkt og Gunnar Karl. Kjartan fékk mig svo með og síðast fengum við svo landsliðsþjálfarann, Heimi Hallgríms, til liðs við hópinn. Á þeim tíma hafði svo Stefán Steindórsson samband og bauðst til að hlaupa með og grípa inn í ef þyrfti, sem raunin varð.�??
�?að var ekki fyrr en komið var á ráslínu sem hópurinn gerði sér alveg grein fyrir hvað í stefndi en enginn nema Gunnar hafði reynslu af því að nota hjólastól. �??�?að er óhætt að segja að fiðrildi hafi komið í belginn. Veðrið var til fyrirmyndar, heiðskírt, sólríkt og því viðraði vel til rúllunar. Af stað var haldið og fljótlega kom fyrsta brekkan. �?að vill svo til að ýta sér í hjólastól er ekki eitthvað sem hægt er að meta nema einfaldlega að prófa. Eitt er að fara beina braut og slétta en brekkur í halla, eins og víða er, eru einkar erfiðar. En á þeim tímum sem maður var við það að bugast var gott að fá smá ýting frá Stebba. Já ég viðurkenni fúslega að það þurfti endrum og eins en að mörgu leyti gekk þetta vel. En svo er það stuðningurinn sem er við hlaupaleiðina. Ef ekki væri fyrir allt þetta frábæra fólk sem býr á þessu svæði, kemur út og klappar og hvetur þá veit ég ekki hvernig hefði farið. Sem dæmi þá fór gamli varnarjaxlinn, Heimir, á flug þegar klappliðin birtust,�?? segir Sigurjón og heldur lýsingu sinni áfram.
�??Eftir fyrstu tvo til þrjá kílómetrana voru þeir Gunnar Karl og Heimir talsvert framar en við Kjartan. Eftir að hafa þverað nesið þá virðist Kjartan hafa affelgað stólinn sinn. �?g var aðeins á undan þegar þarna kemur við sögu og skildi ekki almennilega af hverju ég var einn á �?gissíðunni meira og minna. En þeir félagar fengu inn hjá einhverjum góðum nágranna sem kom þeim aftur af stað. Víkur þá sögunni að síðustu þremur kílómetrunum þennan dag. Heimir og Gunnar Karl ákváðu að bíða eftir okkur Kjartani og Stefáni og vildu vera samferða í mark. Á þessum tímapunkti var aðeins farið að draga á þó helst vegna blöðrumyndana á höndum. Sem dæmi þá tók ég síðasta kílómeterinn á þremur fingrum hægri handar. �?egar við nálgumst markið tók við mikill �??sprettur�?? en í góðum halla þannig að hægri hendi er meira og minna notuð en þrír fingur dugðu til engu að síður. �?g fékk að standa uppúr stólnum að tíu kílómetrum loknum en það eru ekki allir sem njóta þeirra forréttinda. �?g tek því hattinn ofan fyrir öllu þeim hetjum sem rúlla götur og stræti alla daga.�??
Bætir Sigurjón við að þessi reynsla muni vera þeim félögum dýrmæt og þá ekki síst að fá að upplifa hvernig það er að vera bundinn við hjólastól. �??�?rátt fyrir að þetta hafi aðeins verið tíu kílómetrar þá finnst mér við hafa lært enn betur og þannig lært að meta það enn betur að geta gengið og að geta hlaupið. �?etta eru forréttindi! Áheitasöfnunin gekk vonum framar og endaði í 729.557 kr. og viljum við þakka öllum þeim sem studdu okkur í þessu ævintýri.�?angað til næst…..�??