Varðandi fyrri hluta titils bókarinnar þá er hann sóttur í alkunna barnagælu.
Fagur fiskur í sjó,
brettist upp á halanum
með rauða kúlu á maganum.
Vanda, banda,
gættu þinna handa.
Vingur, slingur,
vara þína fingur.
Fetta, bretta,
svo skal högg á hendi detta.
Fyrir þá lesendur sem ekki kunna leikinn þá er farið með vísuna og handarbak barns strokið. Við síðasta orðið, �??detta�??, slær sá sem fer með vísuna laust á handarbakið en barnið reynir að kippa hendinni að sér. Reyndar er þessi hluti af titli bókarinnar einnig sóttur í annað bindi ævisögu föður míns, Einars Sigurðssonar, útgerðarmanns frá Vestmannaeyjum, sem meistari �?órbergur �?órðarson færði í letur og kom út árið 1968. Síðari hluti af titli bókarinnar �??handa skólum og almenningi�?? er fenginn úr Íslenzkri orðabók handa skólum og almenningi í ritstjórn Árna Böðvarssonar frá 1963.
Í þessari bók er fjallað um sjávarútveg sem nær ekki eingöngu til fiska heldur einnig til alls lífs í eða við sjó, ár eða vötn og má þar nefna hvali, sem eru spendýr, og ýmsar tegundir hryggleysingja og plöntur. Oft er rætt um sjávarfang í þessu riti. �?að er samheiti yfir áðurnefndar lífverur, hvort sem þær koma úr sjó, ám eða vötnum, og hvort sem þær eru veiddar, aldar eða ræktaðar. Orðið sjávarútvegur í þessari bók er notað yfir atvinnugrein sem stunduð er til að afla sér lífsviðurværis með veiðum eða eldi og tengdum atvinnugreinum í framleiðslu og þjónustu.
Fléttað saman dæmisögum
Í umfjöllunina er í flestum köflum fléttað dæmisögum sem ætlað er að skýra efnið með afmörkuðum hætti. Á eftir hverjum kafla er samantekt, verkefni, það er einstaklingsverkefni og hópverkefni, hugtakaskýringar og skrá yfir heimildir sem notaðar eru í viðkomandi kafla. Í lok bókarinnar er efnið dregið saman og litið til framtíðar í sjávarútvegi. Birt eru æviágrip einstaklinga sem hafa sett svip sinn á sjávarútveg hér á landi. Í bókarlok er skrá yfir myndir og töflur, nafna- og atriðisorðaskrá auk hugtakaskýringa og heimildaskrár.
Fiskveiðar hafa frá örófi alda verið mikilvægur hluti af fæðuöflun mannkyns en fyrir um 12.000 árum varð hin svokallaða landbúnaðarbylting. �?á tók maðurinn sér víða fasta búsetu og hóf að rækta jörðina, skipulega og halda búfénað.
Maðurinn lærði fljótt að búa til færi og króka og þannig hófust veiðar og menn urðu leiknir í að leggja net og gildrur fyrir fiska. Snemma lærðist að búa til eins konar báta sem fara mátti á nokkuð frá landi og sækja fisk og síðar gerðu stærri skip mönnum kleift að sigla á ám og vötnum og með því að fikra sig meðfram bökkum. Enn síðar var lagt á haf út, ný fiskimið fundin og ókunn lönd numin. �?etta er gert að umtalsefni hér vegna þess að fiskveiðar og nýting fisks er ævaforn þótt verklagið sé fjarri sjávarútvegi nútímans.
Háðar veðurfari og öðrum náttúrulegum aðstæðum
Fiskur fer yfirleitt mjög hratt yfir og það þarf sérstakan búnað til að veiða hann. Fiskveiðar eru einnig háðar veðurfari og öðrum náttúrulegum aðstæðum og veiðisvæði ná oft yfir mikið flæmi og breytast oft. Fiskur sést yfirleitt ekki við veiðar þótt nútímafiskileitartæki bæti þar úr. Fiskar eru einu villtu dýrin sem enn þann dag í dag eru veidd í miklum mæli til matar. Spendýr, eins og nautgripir eða fuglar, eins og kjúklingar, eru alin á afmörkuðum eða afgirtum svæðum, oft í búrum, til eldis og slátrunar. Nær öll matvara úr jurtaríkinu, eins og hrísgrjón og kartöflur, er ræktuð sérstaklega á afmörkuðum svæðum.
Einkenni fiska, önnur en að lifa í sjó, vötnum eða ám, eru þau að þeir eru með kalt blóð, hreistur, ugga og anda með tálknum en með þeim vinna þeir súrefni úr sjó eða vatni. Fiskar eru þannig allt öðruvísi en spendýr sem eru með heitt blóð, lungu og slétta eða hærða húð. Spendýr geta flest unað sér vel í vatni en fiskur á þurru landi er í vondum málum.
Landgrunnið, sem er næst landi, er mjög lítill hluti hafanna en þar er meginhluti fiskveiða stundaður. Mikið dýpi er í höfum heims og er þar margt ókannað enda mikið myrkur og þrýstingur þegar neðar dregur. Stundum er sagt að hafið sé síðasti ókannaði hluti heimsins.
Kynbætur á sjó og landi
Framfarir í kynbótum hafa verið miklar í landbúnaði alla tíð og hafa þær auðvitað verið nýttar í fiskeldi í stórum stíl. Kynbætur fela það í sér að einstaklingum af sömu tegund er blandað saman, til dæmis þegar gen forystusauðs eða góðs stóðhests berast með sæðingu til næstu kynslóðar. Með því er reynt að fá fram einstaklinga með eftirsóknarverða eiginleika. Kynbætur eru algengar og hafa verið stundaðar í þúsundir ára.
Dæmi um framfarir í eldi er að 56 daga kjúklingur var árið 1957 að meðaltali 905 grömm. Árið 2005, eða 48 árum seinna, var jafngamall kjúklingur að meðaltali 4.202 grömm og hafði þannig meira en fjórfaldast í þyngd á tæpum 50 árum.
Til er þjóðsaga um það hvernig hrognkelsi, það er rauðmagi og grásleppa, varð til. Jesús Kristur var eitt sinn á gangi í sjávarfjöru með Símoni Pétri. Jesús hrækti í sjóinn og það varð rauðmagi. Símon Pétur gerði hið sama og það varð grásleppa. Kölski var þarna í nágrenninu og vildi ekki vera minni maður og hrækti líka í sjóinn en það varð marglytta og er hún flestum til ama og til lítils nýt.
�?orskur hefur gegnt margvíslegu hlutverki í Íslandssögunni, ekki aðeins hefur hann verið helsta auðlind landsins frá öndverðu heldur hefur hann einnig verið tákn landsins. �?orskur sem merki Íslands er frá 15. öld. �?orskur var hluti af skjaldarmerki Danakonungs fram til upphafs 20. aldar.
Sjávarútvegur fyrr á tímum
�?ar sem fiskur hefur fylgt manninum lengi hefur hann birst í ýmiss konar listaverkum eins og málverkum, ljóðum og sögum svo öldum skiptir. Fiskur hefur einnig verið notaður sem merki. �?annig var fiskur tákn fyrir kristna menn í upphafi kristindómsins þegar þeir þurftu að fara huldu höfði vegna ofsókna. �?á þekktust menn á því þegar teiknaðar voru útlínur fisks eða svæði voru merkt með mynd af fiski til að láta vita að þar væru kristnir menn velkomnir.
Jesús Kristur var nátengdur fiskveiðum enda sótti hann lærisveina sína ekki hvað síst til fiskimanna við Galíleuvatn í Galíleu. Enn þann dag í dag er hluti af skrúða páfa, æðsta yfirmanns kaþólsku kirkjunnar, svokallaður hringur fiskimannsins en hann er tilvísun í Símon Pétur sem var einn af lærisveinum Jesú. Símon Pétur, sem var einn af fiskimönnunum á Galíleuvatni, varð fyrsti biskupinn í Róm en biskupsembættið þar varð síðar að embætti páfa.
Grænlendingar hafa alltaf verið háðir sjónum. �?egar presturinn Hans Egede kom til Grænlands í byrjun 18. aldar til að finna norræna menn og herða þá í trúnni fann hann aðeins inúíta. Hann hóf þá trúboð meðal þeirra, lærði grænlensku og var seinna kallaður Postuli Grænlands. Hins vegar voru ekki til orð í grænlensku yfir margt, þar á meðal brauð. Egede dó þó ekki ráðalaus og þýddi hin þekktu orð úr bæninni Faðir vor �??Gef oss í dag vort daglegt brauð�?? á eftirfarandi hátt yfir á grænlensku: �??Gef oss í dag vorn daglega sel.�??
Sækýr
Í íslenskum þjóðsögum er sagt frá sækúm, sem lifa í sjó, en þær ganga stundum á land og geta þá orðið að venjulegum kúm en þær vilja þó alltaf fara í sjóinn aftur. Reyndar eru sækýr til sem eru spendýr og lifa í sjó og eru ekki ólíkar selum. Áður fyrr héldu sjómenn að þær væru hafmeyjar. Í færeyskum þjóðsögum er sagt frá selum sem ganga á land á þrettándanum, hafa hamskipti og breytast í fólk.
Íslensk þjóðsaga segir frá konu, sem glataði selshami eða selskinni sínu, sem hún klæddist þegar hún var selur. Konan lifði á landi í mörg ár en henni tókst loks að komast yfir selshaminn aftur. �?á breytti hún sér í sel, en þegar hún steypti sér í sjóinn heyrðist hún mæla:
�??Mér er um og ó,
ég á sjö börn í sjó
og sjö börn á landi.�??
Fiskveiðar eru jafngamlar lífsbaráttu mannsins og í upphafi var algengast að róa á litlum fleytum, tiltölulega stutt frá landi, og veiða á handfæri en það er lína, sem er rennt í sjóinn, og er með króki á, oft með beitu. �?annig voru veiðar á Íslandi stundaðar allt frá landnámsöld og fram á 20. öld, einkum á bátum sem voru með fjórar til átta árar.
�?eir Íslendingar sem reru á þessum árabátum eru nú væntanlega flestir fallnir frá en margar sögur eru frá þessum tíma sem greina frá því hversu lífsbaráttan var erfið. Afi minn, Sigurður Sigurfinnsson hreppstjóri í Vestmannaeyjum, var formaður eða skipstjóri á slíkum árabát og hann var einn sá fyrsti hérlendis sem eignaðist vélbát. Faðir minn og sonur Sigurðar, Einar ríki Sigurðsson, útgerðarmaður frá Vestmannaeyjum, reri sem ungur maður á árabátum frá Eyjum á fyrri hluta síðustu aldar.
�?tlendingar byrjuðu snemma að herja á Íslandsmið
�?jóðverjar og Englendingar, sem komu til að veiða og kaupa fisk á 15. öld, opnuðu ýmsa möguleika en innlenda höfðingjastéttin gætti þess vel að sjávarútvegur raskaði ekki landbúnaði sem var meginstoð valds og auðs hérlendis. �?tlendingar máttu ekki hafa hér vetursetu, gera út skip eða ráða mikið af Íslendingum til starfa og gilti þetta bann í mörg hundruð ár og dró úr vaxtarmöguleikum sjávarútvegs.
Englendingar stunduðu mikið veiðar og verslun á Íslandi á 15. öld enda er sú öld oft kölluð Enska öldin í sögubókum hér á landi. Margir aðrir útlendingar voru hér við fiskveiðar, ekki langt frá landi, eins og �?jóðverjar, Baskar, Frakkar og Hollendingar. �?rátt fyrir það voru þessar veiðar þó ekki það gjöfular að stóru þjóðirnar eins og Englendingar, �?jóðverjar eða Frakkar reyndu af einhverri alvöru að ná landinu úr höndum Danakonungs. �?að hefði þó ekki verið erfitt enda Danmörk smáríki miðað við hin löndin. �?að hversu einfalt það var að taka völdin á Íslandi sást vel í valdaráni Jörundar hundadagakonungs árið 1809.
�?r miðaldasamfélagi í borgaralegt nútímasamfélag á skömmum tíma
�?róun búsetu og atvinnuhátta síðustu rúm eitt hundrað árin er ákaflega mikil og hröð. Ísland breyttist þá úr miðaldasamfélagi í borgaralegt nútímasamfélag á tiltölulega skömmum tíma miðað við önnur lönd. Tækni og framfarir breiddust hratt út meðal Íslendinga eftir að heimastjórn var komið á árið 1904. Skipin stækkuðu, meðal annars með togurunum.
�?tgerðarsögu Íslendinga er stundum skipt í árabátaöld frá landnámi og fram á 20. öld, skútuöld, sem var aðallega á 19. öld, vélbátaöld, sem hófst um 1900 og skuttogaraöld sem hófst um 1970.
Vandamál ofveiði þekktist ekki fyrr á öldum þar sem veiðigetan var aldrei svo mikil að hún stefndi fiskstofnum í hættu. Auðvitað voru náttúrulegar sveiflur og stundum hvarf fiskurinn af hefðbundnum veiðislóðum en hann kom alltaf aftur. Við hina miklu tæknivæðingu 20. aldarinnar urðu afköstin við veiðar margföld á við það sem áður var. Fljótlega á 20. öldinni fór að bera á áhyggjum manna af ástandi fiskstofna og hættu á ofveiði.
Fiskveiðilandhelgin
Barátta Íslendinga fyrir útfærslu fiskveiðilandhelginnar eða landhelginnar hófst á síðasta hluta 19. aldar og tók hún nærfellt 80 ár.
Fiskveiðilandhelgi var hérlendis síðast á 19. öldinni víða 3 sjómílur. Árið 1901 gerðu Danir og Englendingar samning um að fiskveiðilandhelgin við Ísland yrði 3 mílur og sá samningur gilti í áratugi. �?ó voru margir sem viðurkenndu ekki þessa landhelgi og sló oft í brýnu milli Íslendinga og útlendinga á erlendum togurum. Minnstu munaði að Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra Íslands, þá sýslumaður á Ísafirði, létist þegar breskir landhelgisbrjótar sökktu bát hans viljandi árið 1899 en þrír íslenskir sjómenn sem voru með Hannesi drukknuðu. Til eru frásagnir af Vestmannaeyingum undir forystu Sigurðar Sigurfinnssonar hreppstjóra sem tóku þýskan togara um aldamótin 1900, sem var staðinn að veiðum í landhelgi, með því að fara um borð og yfirbuga áhöfnina.
Íslendingar reyndu strax, þegar heimastjórn fékkst árið 1904, að fá stærri landhelgi en lítið gekk enda fór heimastjórnin ekki með utanríkismál landsins. �?að var ekki fyrr en Ísland öðlaðist fullt sjálfstæði árið 1944 sem hægt var að færa landhelgina út á eigin forsendum.
Forysta á heimsvísu
Íslendingar tóku þá forystu á heimsvísu í útfærslu fiskveiði-, og síðar efnahagslögsögu, og færðu landhelgina út í 4 mílur árið 1952 og drógu grunnlínupunkta þannig að firðir og flóar lentu innan lögsögunnar. Landhelgin var færð út í 12 mílur árið 1958, 50 mílur árið 1972 og í 200 mílur árið 1975. �?etta gekk ekki átakalaust fyrir sig og urðu hörð átök á miðunum þegar einkum Bretar, en einnig �?jóðverjar, reyndu að brjóta þessar ákvarðanir Íslendinga á bak aftur. Íslendingar höfðu þó fullan sigur og nú gildir í heiminum sú löggjöf á alþjóðavísu að efnahagslögsaga einstakra landa er 200 mílur og séu minna en 400 mílur milli tveggja landa gildir miðlína, það er lína þar sem jafnlangt er til landanna tveggja.
Ákvarðanir hins nýja lýðveldis um að færa út landhelgina lögðu grunninn að velmegun Íslendinga sem sjálfstæðrar þjóðar í fyrsta skipti frá lokum þjóðveldistímans í lok 13. aldar. Landhelgismálið er líklega eina sviðið þar sem Íslendingar hafa lagt verulegan skerf til heimssögunnar fyrir utan bókmenntirnar miklu frá þjóðveldistímanum.
�?að má með réttu kalla 20. öldina á Íslandi öld sjávarútvegsins. �?að var sjávarútvegurinn sem gerbreytti lífsskilyrðum hérlendis þótt fleiri atvinnugreinar hafi einnig bæst við síðustu áratugina. Sjávarútvegurinn lagði grunninn að þeirri verðmætasköpun og velmegun, sem Íslendingar búa við enn þann dag í dag.
Mundi morðið á Lincoln
�?g segi nemendum mínum stundum þá sögu, að afi minn hafi vel munað eftir því þegar Bandaríkjaforseti var ráðinn af dögum. Flestir þeirra halda að átt sé við John F. Kennedy en það kemur einkennilegur svipur á þá þegar ég segi að það hafi verið Abraham Lincoln. �?á var afi minn, Sigurður Sigurfinnsson, á unglingsaldri.
�?essu eiga nemendurnir erfitt með að trúa en er þó rétt. �?essi litla saga sýnir, ef til vill betur en margt, hvað fáar kynslóðir geta náð yfir langan tíma. Um leið er hún vitnisburður um það hve miklar breytingar þessar kynslóðir hafa upplifað því að gríðarlegar samfélagsbreytingar hafa átt sér stað síðan Lincoln var myrtur.
Einn sona minna, Ágúst �?lafur, var við framhaldsnám í opinberri stjórnsýslu við New York University fyrir nokkrum árum. �?á voru elstu dætur hans, Elísabet Una og Kristrún, barnabörn mín, í grunnskóla í New York. Eitt sinn fór bekkur Elísabetar Unu, sem í voru auk hennar um 20 bandarísk börn, í ferð út í Ellis-eyju við Manhattan þar sem innflytjendur sem komu til New York komu á land og voru skráðir.
Elísabet Una var sú eina í bekknum sem fann forföður sinn þar skráðan, langalangafa sinn, afa minn Ágúst Kristján Guðmundsson, sem ég heiti reyndar í höfuðið á. Afi minn kom síðar aftur til Íslands og stofnaði fjölskyldu með ömmu minni. Hún hét Elísabet Una, eins og langalangömmubarnið. �?essi saga sýnir sömuleiðis að tíminn hefur flogið áfram og margt hefur breyst hjá tveimur til þremur kynslóðum hérlendis og sjávarútvegurinn á drýgstan þátt í því.
Grunnatriði nútímasjávarútvegs
Umgjörð sjávarútvegs hefur breyst gríðarlega á tiltölulega fáum árum eða áratugum. Áður fyrr, eða fram á 20. öld, héldu flestir að fiskstofnar heims væru óþrjótandi og að það þyrfti ekki mikið skipulag um veiðar. Annað kom á daginn og fjölmargir fiskstofnar voru ofveiddir og sumir voru og eru enn beinlínis í útrýmingarhættu.
Á sama tíma fjölgaði fólki stórlega í heiminum eða meira en nokkurn tímann fyrr í sögunni og það þurfti að afla fæðu fyrir allt þetta fólk. �?essi fólksfjölgun hefur nær eingöngu átt sér stað í þróunarlöndunum en sáralítil og jafnvel engin fjölgun hefur orðið í mörgum vestrænum löndum.
Einungis með tækniframförum, einkum í landbúnaði, hefur tekist að fæða allt þetta fólk þótt það hafi reyndar ekki tekist alls staðar. Víða í heiminum er alvarlegur fæðuskortur og margar milljónir manna látast úr hungri á ári hverju eða úr sjúkdómum sem má rekja til vannæringar. Nú á tímum eru fæðuöflun og loftslagsbreytingar alvarlegustu vandamálin sem mannkynið stendur frammi fyrir.
Fátækar þjóðir hafa haslað sér stærri völl í sjávarútvegi heimsins, bæði í veiðum og vinnslu, og hefur það einkum orðið í Asíu þar sem mesta fólkfjölgunin hefur verið. �?ar er þörf fátæks fólks til að hafa í sig og á mikil og þörfin fyrir því að brjótast til betri lífskjara. �?essar þjóðir eru í nákvæmlega sömu stöðu og Íslendingar voru í fyrir rúmum eitt hundrað árum nema að tæknin er komin mun lengra á veg en var þá. �?essar þjóðir ráða þó enn fæstar yfir nýjustu tækni í tengslum við sjávarútveg.
Misskipting matar
Talið er að í veröldinni búi tæpur milljarður manna við hungur og um þrír milljarðar af þeim rúmum sjö milljörðum sem nú byggja jörðina glími við afleiðingar fæðuskorts. Álitið er að um 30% af öllum framleiddum matvælum eyðileggist í framleiðslu eða í dreifingu, til dæmis þegar matvælum er hent þegar þau eru komin fram yfir síðasta söludag. �?að er ekki aðeins að matvælin eyðileggist heldur tapast allt sem lagt var í framleiðsluna og dreifinguna, eins og mannleg vinna, vatn og orka. �?etta er gífurleg sóun og mjög brýnt að framleiðendur og seljendur matvæla bæti þetta ferli.
Íslendingar gætu vafalaust lagt meira til á alþjóðavettvangi í umræðunni um fæðuöflun framtíðarinnar, einkum hvað varðar sjávarfang, vegna þess að hér hefur verið rekinn arðbær sjávarútvegur sem hefur skilað miklum verðmætum til sameiginlegra verkefna. �?annig hefur sjávarútvegur hér verið gefandi en ekki þiggjandi eins og víðast hvar er raunin annars staðar í hinum vestræna heimi.
Markaðslögmál í sjávarútvegi
Síðustu áratugina hafa Íslendingar framleitt margvíslegan tæknibúnað fyrir frystingu og aðra fiskvinnslu. �?ar ber hæst framleiðslu Marels. Marel er alhliða fyrirtæki í þróun og smíði tæknibúnaðar fyrir matvælavinnslu, starfar í yfir 30 löndum og er með fleiri en 4.000 starfsmenn. Fyrirtækið Hampiðjan, sem framleiðir veiðarfæri, er nú stærsta veiðarfærafélag í heimi.
�?ll þessi tækniþróun í fiskvinnslu hefur verið mjög þýðingarmikil og leitt til aukinna gæða, lækkunar á kostnaði og gert Íslendinga að stórveldi í mörgum greinum tengdum sjávarútvegi.
Aukin fiskneysla kemur ekki aðeins til vegna fólksfjölgunar heldur hefur eftirspurn fólks eftir hollum mat aukist. Nýjar venjur á Vesturlöndum eins og sushi fiskréttir, sem er hrár fiskur borinn fram í litlum bitum með hrísgrjónum, upprunalega frá Japan, hafa einnig stuðlað að aukinni eftirspurn eftir sjávarfangi. Sushi hefur jafnvel laðað fólk að fiski sem áður hafði forðast að borða fisk og á það ekki hvað síst við um ungt fólk.
Mikil veiði útlendinga
Fiskveiðar við Ísland fyrr á tímum voru fyrst og fremst þorskveiðar. Veiðar útlendinga hófust hér við land á 14. og 15. öld en samskipti Íslendinga eftir þjóðveldistímann voru langmest við Noreg. Stundum er 14. öldin kölluð Norska öldin á Íslandi. Á 15. öld komu Englendingar mikið til Íslands til veiða og til að kaupa fisk og hin svokallaða Enska öld hófst.
�?egar þróun íslensks sjávarútvegs er skoðuð er mikilvægt að gera sér grein fyrir hinni miklu veiði útlendinga hér við land. Ekki leikur nokkur vafi á því að fyrr á tímum veiddu útlendingar mun meira en Íslendingar enda á stærri skipum og gátu veitt lengra frá landi. �?orskur er verðmætasta fisktegundin hér við land, sérstaklega fyrr á tímum.
Síldveiðar eru sérstakur kafli í sögu Íslendinga. Einn litríkasti síldarsaltandi þessa tíma var �?skar Halldórsson. Hann fæddist 1893 og lést 1953. Hann var mikill athafnamaður, bjó yfir mörgum hæfileikum og var samferðafólki sínu minnisstæður. �?skar var fyrirmyndin að Íslandsbersa, söguhetju Halldórs Laxness í bókinni Guðgjafaþula.
Á síldveiðum sem og öðrum veiðum var hér áður fyrr allt frjálst og hver og einn mátti kaupa skip og halda til veiða. Mikil keppni ríkti meðal bestu skipstjórana um það hver væri efstur í lok vertíðar en slík keppni var ekki eingöngu bundin við síldveiðar.
Fjölmargar aðrar tegundir eru veiddar hér við land, eins og loðna, ýsa, karfi, ufsi, makríll og ýmiss konar flatfiskur eins og lúða.
Sú þjóðsaga lifir góðu lífi meðal Íslendinga að rákin sem er svo greinileg eftir endilangri ýsunni sé þannig til komin að kölski hafi ætlað að fá sér í soðið. Hann á að hafa læst krumlunum í ýsu og sjást svartir blettir þar sem sá vondi tók á ýsunni en hún barðist um og slapp úr greipum hans. Enn sjást förin eftir neglur hans en það er rákin góða.
Einnig eru veidd hérlendis humar og rækja, sem eru verðmætar fisktegundir.
Lokadagurinn hátíðlegur
Allt frá 18. öld var 11. maí síðasti dagur vetrarvertíðar. Sá dagur var kallaður lokadagur og oftast haldinn hátíðlegur í sjávarbyggðum. Höfundur minnist þess frá æskuheimili sínu að 11. maí var alltaf hátíðarmatur á borðum þegar öll fjölskyldan borðaði saman í hádeginu.
Keppni milli skipstjóra og báta setti mikinn svip á útgerðarsögu Íslendinga á 20. öld en það hvarf eftir að kvótakerfið kom til sögunnar enda ekki hægt að keppa þá um afla eins og áður heldur var meiri áhersla lögð á gæði og verðmæti.
Hátíðir tengdar fiskveiðum eru nú mun algengari en áður var og þeirra þekktust er Fiskidagurinn mikli á Dalvík, sem haldinn er hátíðlegur ár hvert, en þangað koma tugþúsundir manna og gæða sér á sjávarfangi.
Árið 1982 var aflaverðmætið 76 milljarðar króna en árið 2015 var það 151 milljarður króna og hafði þannig tvöfaldast frá upphafi tímabilsins á sambærilegu verði. �?essi góði árangur er meðal annars ráðgjöf fiskifræðinga að þakka en betra skipulag og meiri aðgæsla hefur verið sýnd við veiðarnar. �?að skilar sér í meiri verðmætum.
Sterk staða Vestmannaeyja
Áhugavert er að skoða hvar umsvifin eru mest en það er hægt að gera á ýmsa vegu. Í töflu 5.1 eru sýndir þeir 20 staðir þar sem mestum afla hefur verið landað að meðaltali á ári frá árinu 1992 til og með árinu 2015.
Eins og sést í töflu 5.1 eru Vestmannaeyjar efstar með meðalársafla upp á rúm 176 þúsund tonn og síðan kemur Neskaupstaður með um 174 þúsund tonn. Hér er uppistaðan loðna og annar uppsjávarfiskur en þessir staðir eru með mikla vinnslu uppsjávarafla. �?essar 20 hafnir eru með 84% af öllum lönduðum afla hérlendis á viðmiðunartímanum.
Hin sterka staða Reykjavíkur vekur athygli í töflu 5.1 en þar vegur HB Grandi þungt alveg eins og Samherji skiptir gríðarlegu máli fyrir Akureyri svo og Ísfélag Vestmannaeyja og Vinnslustöðin fyrir Vestmannaeyjar.
Binni í Gröf
�?að hefur alltaf skipt miklu máli hérlendis að vera aflakló, ekki hvað síst á fyrri tímum þegar lífsafkoman réðst oft af því hversu vel gekk að afla sér matar, hvort sem það var úr sjó eða á annan hátt. Sögur hafa ætíð gengið um mikla aflamenn. Benóný Friðriksson úr Vestmannaeyjum, sem alltaf var kallaður Binni í Gröf, var einstaklega mikill fiskimaður og mjög oft aflakóngur Vestmannaeyja á Gullborg en það þurfti mikla sægarpa til að komast þar á toppinn. Binni í Gröf vann þann titil í sjö ár og þar af sex ár í röð.
Aðrir Vestmannaeyingar, sem voru mörg ár með mestan afla á vertíðum, eru �?skar Matthíasson og Sigurjón �?skarsson, sonur hans. Eitt sinn, þegar þeir þurftu að endurnýja bát sinn, sóttu þeir um lán hjá Fiskveiðasjóði Íslands sem þá var helsti lánasjóður sjávarútvegsins. Stjórnin tók umsóknina fyrir en fannst vanta rekstraráætlun um útgerðina og bað þá feðga að bæta þar úr. �?eir hugsuðu sig um en sendu síðan stóra ljósmynd af sjálfum sér með verðlaunagripi sem þeir höfðu fengið fyrir að hafa orðið aflahæstir á vertíðum í Vestmannaeyjum. Stjórn Fiskveiðasjóðs tók málið fyrir aftur, samþykkti lánið umyrðalaust, rammaði myndina inn og hún hékk í húsakynnum sjóðsins meðan hann starfaði. Var það reyndar eina myndin í eigu sjóðsins.
Hvalveiðar
Hvalveiðar urðu snemma hluti af samfélagi manna og fjölmörg örnefni hérlendis frá fyrstu tíð vísa til hvala. Ýmislegt sérkennilegt tengist hvalveiðum. Árið 1818 kom upp dómsmál í New York sem snerist um eftirlit með lýsi en tollur á lýsi var mismunandi eftir því hvort lýsið var unnið úr fiski eða öðru. Afurðin í þessu tilviki var hvallýsi og úrlausnarefni dómsins var að úrskurða hvort hvalur væri spendýr eða fiskur. Fjöldi vísindamanna kom fyrir dóminn og bar vitni um að hvalur væri spendýr. �?rátt fyrir það úrskurðaði kviðdómurinn að hvalur væri fiskur!
Ein stærsta hvalveiðistöðin var á Flateyri og hinn norski eigandi hennar, Hans Ellefsen, reisti fallegt hús á Sólbakka, sem er fyrir ofan Flateyri. Ellefsen seldi síðar Hannesi Hafstein ráðherra, vini sínum, húsið fyrir eina krónu. Hannes flutti húsið til Reykjavíkur og reisti það við Tjarnargötu. Hann lét byggja við það og bjó í því eftir að hann varð ráðherra. Húsið fékk þá nafnið Ráðherrabústaðurinn og heitir enn.
Deilt um hvalveiðar
Miklar deilur hafa oft ríkt um hvalveiðar Íslendinga en ljóst er að hvalur var ofveiddur við Ísland um aldamótin 1900. �?ó var enn verra ástand á hvalastofnum í Suðurhöfum þar sem Japanir og Rússar veiddu hval ákaft. Hvalur hefur ekki verið ofveiddur hér við land síðustu áratugina en sumar tegundir eins og steypireyðurinn, stærsta dýr jarðar, er alfriðuð. Takmarkaðar hvalveiðar í atvinnuskyni við Ísland hófust á ný árið 2006.
Umhverfissamtök, eins og Greenpeace, hafa mótmælt hvalveiðum frá miðjum áttunda áratug síðustu aldar eða í nær hálfa öld. Sum samtök beita ólögmætum aðgerðum, eins og þegar tveimur hvalveiðiskipum var sökkt í Reykjavíkurhöfn árið 1986. Hvalfriðunarsinnar beita stundum rökum um ofveiði til að mótmæla hvalveiðum. Slík rök eiga þó ekki við hérlendis. Mörgu fólki, einkum erlendis, finnst að maðurinn eigi einfaldlega ekki að veiða hvali eða seli. �?etta séu spendýr sem njóti sérstöðu í hugum margra. Minna má á baráttu frönsku leikkonunnar Brigitte Bardot fyrir veiðibanni á sel og náði hún miklum árangri með framgöngu sinni. Mikil andstaða er við hvalveiðar í Bandaríkjunum þótt þeir veiði reyndar sjálfir mikið af smáhval, enda er oft gerður greinarmunur á stórhvölum og smáhvölum, eins og hrefnu.
Laxeldi á 15. öld
Lax hefur lengi verið alinn og hófst slíkt eldi til að mynda í Frakklandi á 15. öld en það er nú einkum stundað í suðurhluta heimsins eins og í Chile, Nýja-Sjálandi og Suður-Afríku, auk Noregs sem er stærsti framleiðandi Atlantshafslax í heiminum. Fyrir iðnbyltinguna var til mun meira af villtum laxi í ám en nú er raunin, til dæmis í stórfljótum eins og Rín í �?ýskalandi og Thames í Bretlandi.
Áður fyrr voru uppreisnir fanga í fangelsum í Englandi og Skotlandi ekki óalgengar vegna þess að fangarnir fengu, að eigin sögn, of mikinn lax í matinn. �?ekkt er að vinnufólk í Borgarfirði gerði samninga um að það þyrfti ekki að borða lax oftar en tvisvar í viku.
Ofveiði og stjórnun fiskveiða
Fiskstofnar eru náttúruauðlindir og eins og gildir um aðrar auðlindir er skynsamlegt að nýta þær á hagkvæman hátt. Sumar náttúruauðlindir eru endurnýjanlegar, eins og raunin er um fiskstofna, eða óendurnýjanlegar, eins og á við um kol og olíu. Nauðsynlegt er að láta endurnýjanlegar auðlindir endurnýja sig reglulega með því að gæta þess að ganga ekki um of á stofn auðlindanna og nýta þær á skynsaman hátt. �?annig er hægt að ná fram miklum hagnaði eða verðmætasköpun sem leiðir til bættra lífskjara auk þess sem ýmsar auðlindir eru oft mikilvæg uppspretta fæðu fyrir milljónir manna.
Af hverju þarf að stjórna fiskveiðum umfram flest annað í efnahagslífinu? Ástæðan liggur í sérstöðu fiskstofna. Ef veiðum er ekki stjórnað verður ávallt veitt of mikið og fiskstofnum jafnvel útrýmt eða þeir nýttir á óhagkvæman hátt. Hins vegar er ekki sama hvernig veiðum er stjórnað og koma margar aðferðir til greina. �?að þarf að gæta að ýmsu og síðustu áratugi hafa fá mál valdið jafnmiklum deilum hérlendis og stjórnun fiskveiða.
Í sjálfu sér snýst fiskveiðistjórnun um fjórar spurningar, það er hversu mikið á að veiða af einstökum fisktegundum, hvernig á að veiða, en það varðar veiðarfæri, svæðalokanir, stærðartakmarkanir og svo framvegis, hver á að veiða og að síðustu hvernig arðinum af veiðunum sé ráðstafað.
Deilur um kerfi og gjaldtöku
Deilur um stjórnkerfið og gjaldtöku í tengslum við fiskveiðar hafa aldrei verið einskorðaðar við hið stjórnmálalega landslag, innan flokka og utan og á Alþingi, heldur taka landsmenn virkan þátt í þeirri umræðu. Sumir leggja til að úthlutun sé til byggðarlaga eða vinnslustöðva en ekki skipa. Einnig er rætt um svokallaða potta en þá er tiltekið aflamagn tekið frá úthlutuðu magni og sett í potta. �?thlutað er úr pottum með önnur sjónarmið í huga, eins og byggðasjónarmið. �?essi leið hefur nokkuð verið farin hérlendis.
Svipuð stjórnkerfi og við veiðar hérlendis eru notuð erlendis og er þetta fyrirkomulag í sókn á heimsvísu. Um aldamótin síðustu voru fimm ríki með kerfi einstaklingsbundinna og framseljanlegra aflahlutdeilda en um 2010 voru það 22 ríki sem stýrðu veiðum með þessum hætti og veiddu þau um fjórðung af heimsaflanum.
Hagkvæmni er eitt en réttlæti getur verið annað.
Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið þykir gott að mati margra sérfræðinga innlendra sem erlendra og er af flestum talið hagkvæmt. Hér ber hins vegar að hafa skýrt í huga að hagkvæmni er eitt en réttlæti getur verið annað. Er fiskveiðistjórnunarkerfið hérlendis réttlátt? Réttlæti lýtur hér að því hver fær í sinn hlut arðinn sem verður til í kerfinu. Hversu mikið eiga útgerðarmenn, sjómenn eða almenningur í landinu að fá í sinn hlut? Mörgum finnst kerfið ekki vera réttlátt og þess vegna hafna margir núverandi kerfi, þótt flestir hagfræðingar telji það hagkvæmt. Réttlæti og hagkvæmni togast oft á í samskiptum innan sérhvers samfélags og það er oft ekki auðvelt að finna hina sanngjörnu málamiðlun.
Fiskmarkaðir, þar sem fiskur er seldur og keyptur, hafa haft líka áhrif á breytta stöðu byggðarlaga síðustu árin en mikið af fiski er flutt milli staða, til dæmis frá Vestfjörðum, til vinnslu annars staðar.
Gjald fyrir afnot af sameiginlegri auðlind, veiðileyfagjald, er hægt að útfæra með ýmsum hætti. Veiðileyfi eru verðmæti sem verða til þegar stjórnvöld takmarka aðganginn að auðlindinni með lagasetningu. Sú útfærsla er hagkvæm og hefur skilað miklum verðmætum í íslenskt þjóðarbú sem sést meðal annars á því að veiðiheimildir eru leigðar og/eða seldar og keyptar á háu verði.
Veiðileyfagjald var fyrst lagt á hérlendis um aldamótin, eða árið 2002, en hin síðustu ár hafa verið deilur um upphæð þess. Veiðileyfagjald, eða auðlindagjald, er reyndar lagt á víða. �?annig taka Norðmenn stærstan hluta af hagnaði í olíuvinnslu sinni í skatt, auðlinda- eða olíuskatt.
Markaðssetning sjávarfangs
Alþjóðleg áhrif eru engin nýlunda í tengslum við sjávarútveg. Verslað hefur verið með fisk og afurðir sjávarfangs frá alda öðli. Alþjóðleg viðskipti með sjávarafurðir fara vaxandi og höndlað er með ferskan, saltaðan og frosinn fisk, hrogn, lýsi og mjöl og margvíslegan búnað og þjónustu í tengslum við sjávarútveg.
Í dæmisögu eru mörg hugtök í tengslum við verslun og alþjóðavæðingu útskýrð og er Lionel Messi í miðpunkti sögunnar.
Fjármál í sjávarútvegi
Án fjármagns og fjármögnunar auk góðs skipulags í fjármálum verður ekkert fyrirtæki langlíft, hvort sem er innan sjávarútvegs eða í annarri atvinnugrein.
Samherji ber höfuð og herðar yfir önnur hefðbundin sjávarútvegsfyrirtæki og er nærfellt stærri hvað veltu varðar en næstu fjögur fyrirtæki samanlögð. Næststærst hefðbundinna sjávarútvegsfyrirtækja er HB Grandi í Reykjavík.
Ísfélag Vestmannaeyja var stofnað árið 1901 og er það elsta enn starfandi fyrirtæki í sjávarútvegi á Íslandi. Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og Ísfélag Vestmannaeyja sameinuðust undir nafni þess síðarnefnda árið 1992. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum var stofnuð 1946. Vinnslustöðin sameinaðist Fiskiðjunni og Fiskimjölverksmiðjunni í Vestmannaeyjum 1992 undir nafni hinnar fyrstnefndu.
Reyndar komast tvö íslensk fyrirtæki á listann yfir 40 stærstu sjávarútvegsfyrirtæki heims en það eru Samherji og Icelandic sem hvort um sig eru með tæplega 100 milljarða íslenskra króna í veltu á ári. �?að verður að teljast mjög góður árangur en ekki er á mörgum stöðum í atvinnulífinu í heiminum, ef nokkrum, sem Íslendingar eiga lið í úrvalsdeildinni en það á við um sjávarútveginn. �?essi tvö fyrirtæki eru með starfsemi í mörgum löndum.
Sjávarútvegur og samfélagið
Sjósókn á árabátum fyrri tíma var erfið vinna og þurfti þar þrek, þor og líkamsburði til. �?að var því ekki að furða að yfirleitt voru það karlmenn sem sóttu sjóinn. �?ó eru til frásagnir af konum sem reru á við karlmenn og margar þeirra urðu nafntogaðar.
Merkileg er sú staðreynd að í samþykkt Alþingis frá árinu 1720, segir svo með nútímastafsetningu: �??Ef hún [kona] gjörir karlmannsverk með slætti, róðri eða torfristu, þá á að meta verk hennar sem áður segir um karlmann til slíkra launa.�?? �?etta er líklega elsta löggjöf hérlendis sem kveður á um sömu laun fyrir sömu vinnu, óháð kyni. �?essi samþykkt varð hluti Búalaga en Búalög voru skrá um verðlag á Íslandi og voru þau fyrst prentuð í Hrappsey árið 1775.
Á árum áður var algengt að feðgar reru á sama bátnum og jafnvel fleiri úr fjölskyldunni. �?egar sjóslys urðu, og þau voru algeng, kom oft fyrir að sjómannskona missti mann, syni og bræður í sama slysinu og sat hún þá eftir með jafnvel ungbörn og enga fyrirvinnu. Mjög erfið lífsbarátta beið þessara kvenna.
Konur í sjávarútvegi stunduðu ekki aðeins sjósókn í nokkrum mæli heldur önnuðust þær miklu oftar vinnslu aflans í landi. �?egar fiskvinnsla varð stóriðja Íslendinga á 20. öld átti það sér fyrst og fremst stað vegna mikillar atvinnuþátttöku kvenna. Á tímabili voru við lýði lög sem kváðu á um að helmingur af launum giftra kvenna skyldi vera skattfrjáls til að laða konur út á vinnumarkaðinn. Í smábátaútgerðinni er reyndar algengt að konan sjái um allt í landi og sé í raun framkvæmdastjóri fyrirtækisins þótt hún sé ekki alltaf skráð sem slík. Nú starfar Félag kvenna í sjávarútvegi og er það dæmi um breytta tíma.
Bónusdrottningar
Í frystihúsum er oftast unnið eftir bónuskerfi en það er afkastahvetjandi launakerfi sem felur í sér að sú eða sá sem er fljótust/fljótastur að vinna fiskinn, til dæmis beinhreinsa og pakka, fær hæstu launin. Í Vestmannaeyjum voru konurnar, sem þetta gilti um, kallaðar bónusdrottningar. Gæta þurfti þess að láta ekki standa á því að nægur fiskur bærist til þeirra og ekki þýddi að slóra við að taka afurðirnar frá bónusdrottningunum. �?að eru nær eingöngu konur sem vinna við snyrtingu á fiskflökum í landi, það er að beinhreinsa og pakka. �?ti á sjó um borð í frystitogurum ganga bæði kynin í öll almenn störf.
Dugnaði bónusdrottninganna má líkja við síldarstúlkurnar frá 7. áratug síðustu aldar en þær söltuðu síld í ákvæðisvinnu og gekk mikið á hjá mörgum þeirra. �?að var hrópað hátt eftir salti og þær geymdu merki fyrir hverja saltaða tunnu í stígvélum sínum en launin fóru eftir fjölda merkjanna. Ljóst er því að konur hafa gegnt viðamiklu hlutverki og gera enn í íslenskum sjávarútvegi. Erlendis eru konur oft einnig mikilvægur hlekkur í sjávarútvegi, hvort sem það er í veiðum, vinnslu eða markaðssetningu, sérstaklega í þróunarlöndunum.
Baráttan við náttúruöflin
�?blíð náttúra var og er reyndar enn eitt það erfiðasta sem menn þurfa að glíma við í tengslum við sjávarútveg á Íslandi enda fórust á öldum áður mjög margir sjómenn. �?annig segir í annálum frá slæmu veðri 9. mars 1685 en þá drukknuðu 132 manns. �?að lætur nærri að miðað við fólksfjölda nú á tímum svari það til tæplega 900 manns, eða að fjórar farþegaþotur fullar af Íslendingum færust á einum degi. �?etta eru hlutfallslega margfalt fleiri en fórust í hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnana í New York 11. september 2001. �?essi slysadagur á 17. öld var þó alls ekki einsdæmi. Árið 1700 drukknuðu 165 sjómenn á einum degi, hinn 8. mars, og er það mesti slysadagur í sögu sjávarútvegs hérlendis.
Forysta í slysavörnum
Vestmannaeyingar tóku forystu í slysavörnum en björgunar- og varðskipið �?ór kom til Vestmannaeyja árið 1920 og kom það að miklu gagni við björgun úr sjávarháska.
Og sjóslysin hittu líka Eyjamenn.
Átakanlegt slys varð við Vestmannaeyjar er Pelagus fórst 21. janúar 1982. Í þessu átakanlega sjóslysi við Vestmannaeyjar björguðust sex skipverjar en tveir skipverjar fórust auk tveggja björgunarmanna úr Eyjum.
Hægt er að fá stórt kast úr síðustu torfunni
Um ofveiði hefur margt verið sagt. Jakob Jakobsson, helsti síldarsérfræðingur Íslendinga og fyrrum forstjóri Hafrannsóknastofnunar, orðaði þetta þannig: Hægt er að fá gott kast úr síðustu torfunni.�??
�?egar eitthvað er birt innan gæsalappa í fræðilegum skrifum, sem þessi bók er, er sjálfsagt að geta heimildar og þá er vitnað í tiltekin skrif og blaðsíðutal í heimildinni. Hér háttar hins vegar svo til að ég heyrði Jakob Jakobsson segja þessi orð í ræðu en hann var oft fenginn til að flytja ræður á fundum sjávarútvegsmanna á árum áður. Jakob hafði gott lag á því að skýra fiskifræðina og rannsóknir tengdar henni á auðskiljanlegan hátt.
�?etta festist í huga mínum. �?g man einungis eftir einu tilviki þegar Jakobi varð orða vant en það var þegar Sigurður Einarsson, bróðir minn, spurði Jakob á fundi útvegsmanna fyrir margt löngu hvort fiskar svæfu. Jakob svaraði fáu en sagði á næsta fundi að hann hefði eftir fundinn hringt í vini sina í fiskifræðinni um allan heim til að fá svar við þessari spurningu sem ekki hafði vaknað áður. Svarið var víst á þá leið að fiskar sofa ekki eins og við spendýrin en þeir hvíla sig stundum!
Ein af niðurstöðum bókarinnar er að Vestmannaeyjar eru stærsti útgerðarstaður landsins, bæði hvað varðar aflamagn og aflaverðmæti.
Samantektin er gerð af
Ágústi Einarssyni