�?að eru annasamir dagar í Sæheimum um þessar mundir. Pysjurnar sem fundist hafa eru orðnar 2490 talsins. Um helgina var slegið þyngdarmet, en ein pysjan mældist 387 grömm, álagið í Sæheimum var það mikið að kalla þurfti fólk úr �?ekkingarsetrinu til þess að sinna öllum þeim sem komu með pysjur í vigtun. Á mánudaginn voru vigtaðar 421 pysja, einu sinni áður hafa jafn margar pysjur verið vigtaðar. �?að má með sanni segja að aldrei hafi verið eins líflegt í Sæheimum eins og akkurat núna um þessar mundir.
�?væntur starfskraftur frá Japan
Einnig fegnu Sæheimar óvæntan starfskraft frá Japan, en það var hún Midori Wada sem var mætt til Vestmannaeyjar til að upplifa pysjuævintýrið. En það vill svo skemmtilega til að fyrir 20 árum byrjaði hún að læra ensku og fyrsta bókin sem hún las var um Pysjuævintýrið og ákvað þá að þetta skyldi hún gera einn daginn. Núna tuttugu árum síðar var hún mætt til Vestmannaeyja að láta draum sinn rætast og hann rættist heldur betur. En hún staldraði við á laugardaginn í Sæheimum og tók til hendinni í öllu fjörinu sem þar var, enda margar pysjur sem þurfti að vigta og merkja.