Í sjötta skiptið blæs Eyjahjartað til dagskrár í Einarsstofu á sunnudaginn 10. september kl. 13 þar sem mæta fimm vaskar Eyjakonur og segja frá uppvaxtarárunum í Vestmannaeyjum. �?ær eru frænkurnar Anna �?skarsdóttir og Guðrún Einarsdóttir, Katrín Theódórsdóttir, Guðrún Garðarsdóttir og Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir. �?etta framtak þeirra Atla Ásmundssonar, Einars Gylfa Jónssonar, Kára Bjarnasonar og �?uríðar Bernódusdóttur hefur verið vel heppnað og vel sótt. �?á má því lofa góðri stund í Einarsstofu í Safnahúsi á Sunnudaginn þar sem í fyrsta skipti eru það konur einar sem hafa orðið.
Anna og Guðrún kalla sitt erindi, Lífið á Faxastígnum, Katrín rifjar upp æskuminningar úr Eyjum á sjötta áratugnum, hjartað hennar Ingibjargar Bergrósar slær í Austurbænum og Guðrún í �?orlaugargerði nefnir sitt framlag, �??�?g þræði hrossanál með hálíngresi og ilmrey og baldýra fald maríustakksins.�?�
Eyjahjartað hefur svo sannarlega slegið í gegn og hefur verið ótrúlega gaman að upplifa horfna tíð í Vestmannaeyjum með fólki sem flest óx hér upp á sjötta og sjöunda áratugum síðustu aldar en nú er breiddin meiri sem ætti að gera þetta enn skemmtilegra.
Frumkvöðlarnir, Atli, Einar Gylfi og �?uríður ætla að mæta og Kári verður á staðnum að venju og stýrir samkomunni. �??�?g hlakka mikið til. Fram að þessu hafa strákarnir verið nokkuð áberandi en núna fá stelpurnar sviðið eins og það leggur sig,�?? sagði �?uríður. Dagskráin hefst sem fyrr segir kl. 13.00 á sunnudaginn 10. september.