Fyrir skömmu ræddi ég um bæjarmál við kunningja minn sem er sjálfstæðismaður fram í fingurgóma. Eftir að ég hafði hlustað á mikinn lofsöng um bæjarstjórann fórum við loks að ræða eitthvað sem ég taldi vera eitthvert vit í. Af mörgu var að taka. �?g taldi til dæmis að margt mætti betur gera í skólamálum. Hann var þá fljótur að segja mér að bærinn sinnti grunnskólanum í Vestmannaeyjum betur en nokkurt annað sveitarfélag og sama gilti um leikskólana. �??Við erum nefnilega svo fjölskyldu- og barnvæn hér í Eyjum,�?? sagði þessi ágæti kunningi minn.
�?etta rifjaðist upp fyrir mér nú á dögunum þegar upplýst var að ekki stæði til að afhenda grunnskólanemendum í Vestmannaeyjum ókeypis námsgögn eins og fjölmörg sveitarfélög eru nú að gera í samræmi við sína fjölskyldustefnu. Í Vestmannaeyjum telst slíkt sem sé hvorki fjölskyldu- né barnvænt.
�?á hefur nýlega verið upplýst að leikskólagjöld í Vestmannaeyjum eru langtum hærri en í öðrum sveitarfélögum. �?arna munar ekki nokkrum krónum, heldur fjallháum upphæðum sem foreldrar í Vestmannaeyjum þurfa að greiða í leikskólagjöld umfram foreldra í öðrum sveitarfélögum. Enn sem komið er hefur ekki fengist nein skýring á þessu. Reyndar taldi einn af forsprökkum sjálfstæðismanna í bæjarstjórn að við vísitöluna væri að sakast. Slík aulaskýring er auðvitað ekki fólki bjóðandi, allra síst barnafólki.
Í framhaldi af þessum tveimur dæmum hef ég miklar efasemdir um hið fjölskyldu- og barnvæna samfélag sem okkur er sagt að sé í Vestmannaeyjum því þar er sko víða pottur brotinn. �?ar duga ekki bara fögur orð og glansmynd sú sem keppst er við að draga upp fyrir okkur bæjarbúa.
Mér finnst að við Vestmannaeyingar eigum að spyrja okkur hvort við ætlum að láta þetta yfir okkur ganga án þess að bregðast við. Verum fjölskyldu- og barnvæn.
Ragnar �?skarsson