Bakvörðurinn trausti í liði ÍBV, Sóley Guðmundsdóttir, hefur undanfarin ár gegnt stöðu fyrirliða hjá liðinu og verið mikilvægur hlekkur í uppbyggingu liðsins síðustu ár en nú, eins og flestir vita, er liðið komið í úrslit í bikarkeppni og er í harðri baráttu um annað sætið í Pepsi-deildinni. Voru Eyjakonur m.a. fyrsta liðið til að leggja topplið �?ór/KA að velli í deildinni og segir fyrirliðinn það hafa verkað vel á hópinn.
Hún leiðir sínar konur í Bikarleiknum kl. 17.00 á Laugardalsvelli þar sem ÍBV mætir Stjörnunni þar sem búast má við hörkuleik. �?að hlýtur að vera mikilvægt að Eyjamenn fjölmenni á völlinn og styðji við bakið á liðinu? �??�?að er hárrétt hjá þér! �?g er ennþá með gæsahúð eftir stuðninginn sem við fengum í fyrra og ég vona svo innilega að það verði fleiri á vellinum á laugardaginn. �?g er ekki viss um að margir átti sig á því hvað stuðningur í stúkunni skiptir gríðarlega miklu máli. Að heyra peppið úr stúkunni gefur manni einhverja auka orku og vilja til að gefa meira en maður á í næsta skref bara til að fá ennþá meiri öskur úr stúkunni og geta svo fagnað með stuðningsmönnunum í lokin, sú tilfinning er engri lík,�?? segir Sóley.