Eins og fram kom í síðasta tölublaði Eyjafrétta hefur KFS lokið keppni þetta tímabilið en liðið sigraði SR í lokaleiknum með sex mörkum gegn fjórum á heimavelli. Fyrir leikinn var ljóst að liðið kæmist ekki í úrslitakeppnina og væri sömuleiðis öruggt með þriðja sætið í B riðli 4. deildarinnar. Blaðamaður sló á þráðinn til Einars Kárasonar, þjálfara KFS, og ræddi við hann um tímabilið. Einar tók við liðinu af Hjalta Kristjánssyni fyrir sumarið eftir að hafa verið leikmaður þess um árabil.
KFS endar í þriðja sæti B riðilsins á þínu fyrsta tímabili með liðið, ertu ánægður með árangurinn? �??�?g er nokkuð sáttur við sumarið í heildina litið þrátt fyrir að markmiðið hafi verið sett á að ná úrslitakeppni, en við vissum að það væru sterk lið í þessum riðli og nánast öll lið gætu tekið stig í hvaða leik sem er,�?? segir Einar sem telur þetta sumar hafa verið mjög lærdómsríkt fyrir hann sem þjálfara. �??Algjörlega. �?etta er mitt fyrsta tímabil þar sem ég er að vinna með fullmótaða karlmenn innan um unga og spennandi leikmenn. �?g lærði eitthvað nýtt nánast vikulega og var fljótur að sjá hvað virkaði og hvað ekki.�??
Tapleikirnir enda aldrei með meira en eins marks mun og virðist sem það hafi bara vantað herslumuninn í sumum leikjunum. �??�?að má segja það. Eins og ég sagði voru mörg sterk lið í þessum riðli og nokkuð ljóst að ekkert lið var að fara í gegnum þennan riðil án þess að tapa stigum. Til að mynda unnum við bæði liðin sem fara í úrslitakeppnina á heimavelli, tiltölulega sannfærandi, með eins marks mun en töpuðum að sama skapi báðum útileikjunum með eins marks mun.�?? segir Einar.
Vel heppnað samstarf KFS og ÍBV
KFS vann náið með ÍBV og fengu til að mynda margir ungir leikmenn að spreyta sig með liðinu. Fannst þér þetta samstarf hafa heppnast vel? �??Frá mínu sjónarhorni séð fannst mér það ganga virkilega vel. Við höfum undanfarin ár verið í samstarfi við ÍBV en það voru allir sammála um að betur mætti fara að því. �?g var einnig ráðinn til að aðstoða Mick White með 2. flokk ÍBV og fannst mér við ná virkilega vel saman. Við æfðum saman, KFS/2.flokkur, sem gerði það að verkum að menn lærðu betur inn á hvern annan og urðu að einni heild. �?að hjálpaði mér líka helling að ég var búinn að þjálfa marga af þessum peyjum frá því þeir voru í 4. flokki svo ég þekkti styrk þeirra flestra og galla. Ungu strákarnir fengu mikilvægan spiltíma og var byrjunarliðið hjá okkur í þó nokkrum leikjum að meðaltali 19.5 – 21.5 árs. �?essir strákar fengu traustið alveg frá fyrsta leik og ollu engum vonbrigðum,�?? segir Einar, sáttur með sína menn.
Aðspurður hvort hann haldi áfram með liðið segir Einar að hann hafi áhuga á því. �??Áhuginn er klárlega til staðar frá mér séð. Ef aðstæður leyfa og allt gengur upp þá sé ég ekkert til fyrirstöðu. Eigum við ekki bara að segja já.�??
Hvað tekur við núna, hvernig sérðu fyrir þér undirbúningstímabil og næsta sumar? �??Góð spurning. Við stefnum á að byrja aftur að æfa saman eftir fríið sem tekur við þegar 2. flokkurinn klárar sitt tímabil. Við fengum ekkert alvöru undirbúningstímabil fyrir tímabilið í ár en stefnt er á að gera betur fyrir tímabilið 2018,�?? segir Einar að lokum.