Eins og fram hefur komið sigraði ÍBV Stjörnuna á Laugardalsvelli í gær í úrslitaleik Borgunarbikars kvenna. Lokastaða var 3:2 Eyjakonum í vil en þær Cloé Lacasse, Kristín Erna Sigurlásdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir gerðu mörk ÍBV. Ljósmyndari Eyjafrétta var að sjálfsögðu á leiknum og tók meðfylgjandi myndir.