Nú í september hóf Velferð, fræðslu- og velferðarmiðstöð og lögfræðiþjónusta starfsemi sína í Vestmannaeyjum. Velferð er hugsjón tveggja félagsráðgjafa og lögmanns sem fundu fyrir gríðarlegri vöntun á þjónustu á sviði velferðar á landsbyggðinni. �?r varð að Velferð var stofnað á vormánuðum 2016 og síðan þá hefur fyrirtækið vaxið bæði hratt og vel.
Hjá Velferð starfa tveir félagsráðgjafar með löggilt starfsleyfi og héraðsdómslögmaður. Markmið Velferðar er að veita þverfaglega þjónustu þar sem einstaklingar, fjölskyldur, fyrirtæki og stofnanir geta sótt ráðgjöf og þjónustu.
Starfsmenn Velferðar hafa löggild starfsréttindi á sviði félagsráðgjafar og lögmennsku. Auk margþættrar reynslu hafa þeir sérhæft sig í ýmsum málefnum er snerta fjölskylduna, má þar nefna fjölskyldumeðferð, stjúptengsl, erfðamál, sáttarmeðferð og sjálfstyrkingu svo fátt eitt sé nefnt. Félagsráðgjafar Velferðar hafa lagt áherslu á vinnu með einstaklingum með kvíðaeinkenni, depurð/þunglyndi og/eða félagsfælni. Auk fjölskylduvinnu hefur Velferð boðið uppá para-og hjónameðferð, viðtöl við krabbameinsgreinda og fjölskyldur þeirra.
Lögmaður Velferðar hefur víðtæka reynslu og sinnir allri almennri lögmannsþjónustu. Hefur hann einkar mikla reynslu af umgengis-, forsjár- og skilnaðarmálum, faðernismálum, dánarbúum, sakamálum, barnaverndarmálum, slysamálum sem og stjórnsýslu- og sveitarstjórnamálum.
Velferð hefur hingað til veitt þjónustu sína víðsvegar um Ísland og lítur ekki á landfræðilega stöðu verkefna sem hindrun. Starfsmenn Velferðar horfa fram til sóknartækifæra, til aukinnar reynslu og starfsþroska að bjóða uppá þjónustu sína í Vestmannaeyjum.
Skrifstofa Velferðar í Vestmannaeyjum er að Strandvegi 54 og er áætlað að viðvera Velferðar verði tvo til þrjá daga í mánuði. Velferð má finna á Facebook og þar er hægt að fylgjast með væntanlegum komum til Vestmannaeyja, finna frekari upplýsingar um þjónustu og senda fyrirspurnir.
Hlökkum til að vinna með Vestmannaeyingum.