Um helgina fór fram Íslenska sjávarútvegssýningin, IceFish í tólfta skipti. En fyrsta sýningin fór fram árið 1984. Sýningin er þríæringur, þ.e. haldin á þriggja ára fresti að ósk sýnenda. Íslenska sjávarútvegssýningin hefur alltaf notið mikilla vinsælda meðal almennings, eins og aðsóknin á síðustu sýningu ber með sér, en þá mættu yfir 15 þúsund gestir.
Í ár komu fram nærri 500 ný fyrirtæki, vörur og vörumerki á Íslensku sjávarútvegssýningunni og aðilar frá samtals 22 nýjum löndum taka þátt. En ekkert fyrirtæki frá Vestmannaeyjum var með á sýningunni. En margir Eyjamenn kíktu samt sem áður á sýninguna um helgina.
�?orgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, setti Íslensku sjávarútvegssýninguna og talaði um að þegar samkeppni um markaði fer harðnandi er svarið aukin þekking, nýsköpun og þróun. �?? Líkt og við Íslendingar höfum gert, en jafnframt er brýnt að við miðlum farsælli sögu íslensks sjávarútvegs á umliðnum árum. �?ar spilar Íslenska sjávarútvegssýningin stórt hlutverk sem vettvangur fyrir tengslamyndun og miðlun upplýsinga.�?? �??Fyrirtækin sem hér eru samankomin eru í fremstu röð á sviði vinnslu, veiði og nýsköpunar. Aðrir gestir koma úr ólíkum áttum en öll eigum við sameiginlegt að vilja sækja lengra og skapa meiri verðmæti. Mín reynsla af þessum sýningum er að að þeim loknum er maður betur upplýstur um hvar við stöndum en ekki síður hvert við stefnum og hvernig við munum komast þangað.�??