Draumurinn að stækka tímabilið í báðar áttir
21. september, 2017
SLIPPURINN | GISLI MATTHIAS AUDUNSSON | HEIMAEY | VESTMANNAEYJAR
SLIPPURINN | GISLI MATTHIAS AUDUNSSON | HEIMAEY | VESTMANNAEYJAR
Í ár eru fimm ár frá því veitingastaðurinn Slippurinn opnaði í Vestmannaeyjum en frá opnun hefur staðurinn verið eitt helsta aðdráttarafl Vestmannaeyja fyrir ferðamenn, íslenska sem erlenda. Slippurinn er staðsettur í Magnahúsinu að Strandvegi 76 þar sem áður var Vélsmiðjan Magni sem þjónaði gamla bátaslippnum. Eins og fram kemur á vefsíðu Slippsins ber húsið sterkan vott um atvinnusögu Vestmannaeyja. �?rátt fyrir breytta starfsemi þá hefur fyrra hlutverk hússins verið haft að leiðarljósi við hönnun Slippsins en marga af upprunalegum munum vélsmiðjunar má enn finna inni á staðnum. Slippurinn er fjölskyldurekinn veitingastaður og skiptist eignarhaldið jafnt á milli systkinanna Gísla Matthíasar og Indíönu og foreldra þeirra, Katrínar og Auðuns.
Á dögunum settist blaðamaður niður með þeim Gísla Matthíasi, Indíönu og Katrínu og ræddi m.a. við þau um nýliðið sumar, upphafið og þá hugmyndafræði sem á bakvið Slippinn er.
�??Við héldum s.s. upp á fimm ára afmælið okkar núna í júlí en þetta er í raun sjötta sumarið sem við höfum verið starfandi,�?? segir landsliðskokkurinn og matarfrumkvöðullinn Gísli Matthías og bætir við að Slippurinn hafi þróast mikið á milli ára. �??Við byrjuðum með svakalega lítinn mat- og vínseðil en á hverju ári höfum við reynt að bæta við nýjum hlutum eins og kokteilum og stækka matseðilinn.�??
Aldrei farið auðveldu leiðina
Upphaflega hugmyndin að því að opna veitingastað í Eyjum kom frá Katrínu en hún fluttist aftur til Eyja árið 2011. �??Mér þótti þetta hús alltaf svo fallegt og stakk upp á því við krakkana á ættarmóti fyrir norðan hvort við ættum ekki bara að opna veitingastað, það væri ekki mikið um þá í Eyjum,�?? segir Katrín en þá var Gísli Matthías á lokametrunum í kokkanámi. �??Síðan er það í ágúst sama ár sem ég tala við Matta um hvort ég megi fá húsið og mér til mikillar undrunar sagði hann hugmyndina vera frábæra og við mættum fá húsið.�??
�?egar fjölskyldan tók við húsinu var það afar illa farið en það hafði verið notað sem veiðafærageymsla í hátt í 30 ár. �??Við vorum eiginlega bara föst hérna inni í sex mánuði að standsetja og við fórum eiginlega aldrei auðveldu leiðina í neinu. Í stað þess að kaupa tilbúið gólf þá rifum við upp annað gamalt gólf og lögðum hjá okkur og smíðuðum borð úr efni sem til var í húsinu. Allt sem við gerðum í upphafi endurspeglar vissa hugmyndafræði sem við höfum tileinkað okkur, nota staðbundið og vera með vissa nýtni. Við matargerðina notum við t.d. villtar jurtir sem eru lítið notaðar, þorskhausa og kjöt sem ekki er algengt að nota,�?? segir Indíana.
Oft flókið að gera hlutina einfalda
Gísli Matthías tekur í sama streng og segir vinnuna á bak við vera rosalega mikla. �??Margir halda að það sé kannski einfalt að reka veitingastað í nokkra mánuði á ári en í rauninni er það miklu flóknara að því leitinu til að á hverju sumri erum við nánast að opna nýjan veitingastað. �?að hefur einnig orðið til þess að við erum í stöðugri naflaskoðun og þurfum að passa okkur á að fylgja okkar gildum. Við erum alltaf að reyna að vera enn meira árstíðabundin, staðbundin og sjálfbær, kafa dýpra og móta konseptið okkar. �?að er oft flókið að gera hlutina einfalda.�??
Vinna langa vinnudaga
Rekstur Slippsins er ekki alltaf auðveldur og yfir sumartímann mæðir mikið á fjölskyldunni sem vinnur langa vinnudaga en hjá þeim er ástríðan erfiðinu yfirsterkari. �??�?að hefði verið allt annað að reka veitingastað í Reykjavík og meira að segja bara hérna hinum megin við sjóinn. En við erum rosalega ánægð hvað við fáum mikið af heimafólki, það er alveg yndislegt,�?? segir Gísli áður en Indíana grípur orðið. �??�?að var rík hefð fyrir því í Eyjum að fara upp á land til að fara fínt út að borða en núna er fólk að fara fínt út að borða hérna sem er skemmtileg þróun.�??
Slippurinn hefur fengið mikla og verðskuldaða athygli hjá bæði innlendum og erlendum fjölmiðlum og segir fjölskyldan marga ferðamenn koma til Eyja aðeins til að borða á Slippnum. �??�?að eru margir sem koma bara í matarferð og það er mesta hrós sem hægt er að fá,�?? segir Katrín.
Reksturinn verið góður
Hvernig var árið í ár í samanburði við fyrri ár? �??Sumarið var mjög gott, við finnum samt að erlendum ferðamönnum hefur fækkað og það eru ýmsar ástæður fyrir því og þá ekki síst gengi krónunnar, það er bara orðið miklu dýrara fyrir útlendinga að fara út að borða,�?? segir Indíana og bendir á að orsökin liggi ekki síður hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. �??Í byrjun og lok tímabils er eins og ferðaþjónustan haldi að sér höndunum hvað það varðar að senda hópa til Eyja. �?að hefur verið mikið um afbókanir vegna ferjunnar og margar ferðaskrifstofurnar búnar að gefast upp á því að taka sénsinn.�??
Miklar vonir bundnar við nýja ferju
�??Auðvitað vonar maður að hún gangi,�?? segir Gísli Matthías þegar talið barst að nýrri ferju sem á að koma í gagnið næsta sumar. �??�?g er engin sérfræðingur í skipamálum en maður verður bara að vona og það á eftir að koma í ljós. Okkar langar að stækka tímabilið í báðar áttir en ég held það sé langt þangað til við getum haft opið allt árið. Strax í september erum við nánast farin að borga með okkur, þetta er svo stór staður og við þurfum mikið af starfsfólki til að halda gæðum í þjónustu og matreiðslu.�??
Húsið að springa utan af starfseminni
Síðasta vetur fjárfestu eigendur Slippsins í húsinu þar sem Heildsala Henna var en það er staðsett beint á móti veitingastaðnum. �??Við fengum það afhent í mars og erum með stóra drauma varðandi það, þetta er ótrúlega skemmtilegt og reisulegt hús. �?ó gamla húsið okkar sé stórt þá höfum við undanfarið verið að sprengja það utan af okkur,�?? segir Indíana en húsið verður m.a. notað sem undirbúningseldhús og aðstöðu fyrir starfsfólk. �??Indíana og pabbi hafa verið að standsetja starfsmannaíbúð fyrir kokka og þjóna en það hefur verið sífellt erfiðara og meira umstang að fá leiguhúsnæði fyrir allt þetta fólk, flytja húsgögn inn í maí og út í september. �?etta hús á líka eftir að hjálpa okkur að stækka enn meira og gera okkur kleift að gera enn betur. Fyrir mína parta langar mig að kafa enn dýpra, finna og varðveita brögð Eyjanna, nota meira af villtum jurtum og sjávarfangi,�?? segir Gísli Matthías en stefnan er að leigja herbergin út yfir vetramánuðina.
En finnur yfirkokkurinn fyrir pressu til að sjokkera bragðlauka fólks? �??Nei, í raun og veru ekki en mér finnst langskemmtilegast að gera eitthvað nýtt en ég vil ekki breyta bara til þess að breyta. Ef við breytum þá verður það vera til hins betra. �?að eru tilteknir hlutir sem hafa verið á matseðlinum frá degi eitt en við höfum kannski þróað þá örlítið á hverju ári til að gera heildarupplifunina enn betri. �?að er alltaf hægt að verða aðeins betri,�?? segir Gísli Matthías.
SKÁL! er nýjasta verkefni Gísla Matthíasar
Í fyrra sagði Gísli Matthías skilið við veitingastaðinn Mat og Drykk sem hann, ásamt öðrum, opnaði í ársbyrjun 2015. Föstudaginn 1. september sl. opnaði Gísli hins vegar nýjan stað í Hlemmi Mathöll sem ber nafnið SKÁL! en þar verður áherslan lögð á íslenska bjóra og kokteila, ásamt smáréttum. �??�?g er s.s. að opna þennan stað ásamt öðrum Eyjamanni, honum Gísla Grímssyni, og vini mínum Birni Steinari, stofnanda Saltverks. �?etta verður meira bar heldur en veitingastaður og verðum við með íslenska bjóra á boðstólnum, þar á meðal bjóra frá The Brothers Brewery, og svo kokteila. Við verðum líka með mat, sem svipar til þess sem við erum að gera hérna en á aðeins óformlegri hátt, maður er ekki alveg að fara í þriggja rétta máltíð þarna,�?? segir Gísli og bætir við að viðtökurnar hafa verið afar góðar. �??�?að er búið að vera troðið frá því við opnuðum. �?etta er öðruvísi og mjög skemmtilegt.�??
Slippurinn okkar flaggskip
�?rátt fyrir þennan nýja stað segir Gísli Slippinn alltaf vera í forgangi hjá sér. �??Slippurinn er alltaf númer eitt, tvö og þrjú. �?að var líka þannig þegar ég var með Mat og Drykk, þá var það alltaf á hreinu að ég væri í Eyjum á sumrin. Slippurinn mun alltaf vera flaggskip okkar sama hvað við tökum okkur fyrir hendur. Hann er stoltið og við viljum að Vestmannaeyjar verði þekktar fyrir mat, að hér sé matarperla. �?etta er minn draumur og mér finnst frábært hvað aðrir staðir eru að gera, The Brothers Brewery, Einsi kaldi, Gott og fleiri. Við lítum ekki á þessa aðila sem samkeppni heldur styrkir þetta hvert annað. Við viljum vera ein eining og í sameiningu fá fleira fólk til Vestmannaeyja heldur en að berjast um kúnnana,�?? segir Gísli Matthías að endingu.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.