�?g vil fyrir hönd okkar Rauða krossfólks í Vestmannaeyjum þakka ykkur kæru bæjarbúar fyrir allan þann fatnað sem þið hafið komið með til okkar undanfarin ár. Mjög mikil aukning á fatnaði hefur borist til okkar undanfarna mánuði og hefur það glatt okkur óumræðilega. �?ið hafið svo sannarlega sýnt það í verki að koma með allan þennan fatnað til okkar sem hefur gert okkur kleift að styðja enn betur alþjóðastarf Rauða krossins.
Í sumar hefur verið lokað hjá okkur í Arnardrangi og því hafið þið verið dugleg að koma fatnaðnum í gáminn við Eimskip og þegar hann var orðinn fullur á sólarhring ákváðum við að bæta við öðrum gámi og var hann einnig vel nýttur. �?g vil þakka ykkur enn og aftur innilega fyrir hugulsemina og rausnarskapinn, þetta er okkur ómetanlegt.
Nú höfum við opið í Arnardrangi á mánudögum og miðvikudögum frá kl. 16:00 til 18:00 og utan þess opnunartíma getið þið haft samband við mig í síma 779-0140 eða �?órunni í síma 899-2515 ef þið þurfið að losna við fatapoka.
Mig langar til þess að biðja ykkur, ef þið eruð með föt á ungabörn 0-1 árs, handklæði, teppi, garn og efni að koma með það til okkar í Arnardrang. �?r því vinnum við og setjum í fatapakka til ungabarna í Hvíta-Rússlandi. Við höfum ásamt öðrum Rauða kross deildum getað sent mikið magn af fatnaði til þessara þurfandi barna og þar hafið þið kæru vinir verið okkur stoð og stytta ásamt fjölda af prjónakonum sem láta sitt ekki eftir liggja.
�?akklæti okkar til ykkar kæru bæjarbúar er óendanlegt fyrir að hugsa svona hlýtt til okkar. Við væntum áframhaldandi samstarfs við ykkur og verið ávallt velkomin til okkar í Arnardrang.