Er lúsin velkomin á þínu heimili? Nei, væntanlega ekki. Hún er heldur ekki velkomin í skólanum. En hún er klók og getur gert sig heimakomna í hvað kolli sem er svo það er gott að vera á varðbergi. Hér eru góðar leiðbeiningar fyrir þá sem vilja vera lausir við lúsina.
Höfuðlús er lítið skordýr sem hefur aðlagað sig manninum og lifir sníkjulífi í hárinu á höfðinu. Hún nærist á því að sjúga blóð úr hársverðinum.
Höfuðlúsin er ekki talin bera neina sjúkdóma og því skaðlaus manninum. Allir geta smitast en algengast er að börn 3�??13 ára fái höfuðlús.
Finnist lús í höfði barns er rétt að láta vita í skóla/leikskóla barnsins svo hægt sé að tilkynna foreldrum annarra barna um lúsina og hefta þannig útbreiðslu lúsarinnar.
ALLIR GETA FENGIÐ L�?S OG L�?SASMIT ER EKKI MERKI UM �?�?RIFNAÐ.
Smitleiðir
Lúsin fer á milli einstaklinga ef bein snerting verður frá hári til hárs í nægilega langan tíma til að hún geti skriðið á milli en hún getur hvorki stokkið, flogið né synt.
Höfuðlús sem fallið hefur út í umhverfi verður strax löskuð og veikburða og getur þ.a.l. ekki skriðið á annað höfuð og sest þar að. �?ess vegna er talið að smit með fatnaði og innanstokksmunum sé afar ólíklegt en ekki er þó hægt að útiloka að greiður, burstar, húfur og þess háttar, sem notað er af fleiri en einum innan stutts tíma, geti hugsanlega borið smit á milli.
Einkenni
Höfuðlús veldur litlum einkennum en lúsin og egg hennar, nit, geta sést í hári. Einn af hverjum þremur fær kláða. Lúsin leggur egg sín á hárið nálægt hársverðinum og festir það við hárið. �?ar sem nitin er föst við hárið færist hún frá hársverðinum þegar hárið vex. Nit sem komin er langt frá hársverði er líklega dauð eða tóm. Algengast er að nitin sé fyrir aftan eyru og neðantil í hnakka.
Hvað er til ráða?
Fylgjast vel með hári, einkum barna, þar sem lúsasmit eru algengust hjá þeim. Ráðlagt er að kemba börnum vikulega. Með því móti má koma í veg fyrir að lúsasmit nái fótfestu í hárinu.
LEITIÐ AÐ L�?S HJÁ BARNI YKKAR OG �?ÐRU HEIMILISF�?LKI REGLULEGA SAMKV�?MT EFTIRFARANDI LEIÐBEININGUM:
Skoðið hárið vel undir sterku ljósi, lúsin kann best við sig í hnakka, á hvirfli og aftan við eyru.
Eggin/nitin eru eins og litlir hnúðar á hárinu. Nitin eru oft ljós, dökk eða silfurlit (tóm). Lúsin límir þau föst, þess vegna strjúkast þau ekki auðveldlega af hárinu. Lúsin vill verpa eggjunum (nitinni) á hlýjustu staðina í hnakkagrófina og bak við eyrun. �?að er erfitt að kemba nitina burt. Stundum þarf að slíta eða klippa hárið sem nitin er á. Gamalt ráð er að blanda saman borðedik og vatn og þvo þar sem nitin er.
�?að er tiltölulega auðvelt að sjá fullvaxna lús, hún er 2-3 mm að stærð, oft grá, dökk eða ljósbrún. Hins vegar getur verið mjög erfitt að finna lýs sem eru nýkomar úr eggjunum, þær eru pínulitlar og hálfgegnsæjar.
NOTIÐ S�?RSTAKA L�?SA-KAMBA SEM FÁST Í LYFJAVERSLUNUM. TIL ERU MISMUNANDI TEGUNDIR AF K�?MBUM, T.D. S�?RSTAKIR FYRIR �?YKKT OG SÍTT HÁR.
�?� Greiðið í gegnum hárið.
�?� Setjið hárnæringu í þurrt hárið (Landlæknir segir blautt hár) og dreifið henni vel um hárið.
�?� Byrjið að kemba með kambinum við hársvörðinn og kembið vel út í hárendana, gerið þetta yfir hvítu blaði, spegli eða vaski með vatni.
�?� Sé hárið sítt eða þykkt er betra að skipta hárinu upp og kemba hvert svæði fyrir sig.
�?� Eftir hverja kembingu í gegnum hárið, er rétt að strjúka af kambinum með eldhúspappír til að tryggja að lús eða nit verði ekki eftir í kambinum.
Buff
Í baráttunni gegn lúsinni hefur meðal annars verið notað buff (höfuðbúnaðinn) til að draga úr líkum á lúsasmiti. Buffið tollir vel á höfðinu og gerir lúsinni erfiðara fyrir að komist frá einum kolli yfir á annan. �?að er hins vegar ekki gott að nota buff alla daga. �?ví er mælt með því að nota aðeins buff innandyra í skólum eða leikskólum þegar vitað er um lúsasmit í barnahópi. Notkun buffs kemur ekki í stað þess að fylgjast vel með hári barnsins og kemba.
EF L�?S FINNST Í HÁRI �?ARFNAST �?AÐ MEÐH�?NDLUNAR MEÐ L�?SAMEÐALI SEM F�?ST ÁN LYFSEÐILS Í LYFJAVERSLUNUM.
Meðferð
Lúsadrepandi efni
Efni til að drepa höfuðlús fást í lyfjaverslunum og eru af ýmsum gerðum. Mikilvægt er að fara eftir leiðbeiningum framleiðanda við notkun. Algengt er að meðferðin sé endurtekin eftir um það bil viku.
Blönduð leið
Margir velja að fara blandaða leið í baráttunni við lúsina. �?á er kembing og lúsadrepandi efni notað samhliða. Byrjað er á að kemba og svo er hárið meðhöndlað með lúsadrepandi efni. Daginn eftir er kembt aftur og síðan annan hvern dag í 14 daga. Efnameðferðin er endurtekin samkvæmt leiðbeiningum.
�?� Tilkynnið lúsasmitið til skólans.
�?� Leitið að lús hjá öllum í fjöl- skyldunni, en meðhöndlið aðeins þá sem eru með lús.
�?� Ráðlagt er að kemba alla í fjölskyldunni daginn eftir meðferð (á 1. degi) til að athuga hvort meðferð hafi tekist. Ef lús finnst þarf að endurtaka meðferð strax.
�?� Kemba þarf á fjögurra daga fresti næstu 2 vikur, þ.e. á 1. degi, 5. degi, 9. degi og 13. degi.
�?� Ekki er nauðsynlegt að þrífa heimili eða fatnað sérstaklega.
�?� Ráðlegt er að meðhöndla bursta, greiður, kamba, hárskraut og húfur vegna möguleika á smiti.
�?� Hella skal sjóðandi vatni yfir og láta liggja í bleyti í 10-15 mín. eða frysta í 4-6 klst.