Eyjamenn unnu nauman sigur á Gróttu í Olís-deild karla í kvöld en lokatölur voru 23:24.
Í hálfleik var ÍBV með sjö marka forskot á Gróttu og stefndi allt í þæginlegan sigur þeirra hvítklæddu. �?nnur var raunin því Gróttumenn komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu að jafna metin þegar um tíu mínútur voru eftir. �?egar uppi var staðið reyndust Eyjamenn sterkari og eins marks sigur niðurstaðan þrátt fyrir að missa forystuna kæruleysislega niður.
Markahæstur í liði ÍBV var Sigurbergur Sveinsson með átta mörk talsins. Aron Rafn Eðvarðsson átti góðan leik í markinu með 14 skot varin.