Löngu er uppselt í mat og skemmtun á Lundaballinu sem verður í Höllinni á laugardaginn. Í allt er gert ráð fyrir 450 manns í mat og skemmtun en enn er hægt að kaupa miða á ballið á eftir. �?að eru Suðureyingar sem halda Lundaballið í ár og stefna á að það verði það flottasta frá upphafi.
Lundinn sem á borðum verður var veiddur í Grímsey sem nú er ein af úteyjum Vestmannaeyja. Koma gestir þaðan og líka 70 manns frá Götu í Færeyjum sem líka tilheyra Vestmannaeyjaklasanum.
�?að verður mikið um dýrðir á Lundaballinu og fullyrða Suðureyingar að þar verði toppnum náð. Segja þeir miða ganga kaupum og sölum á svörtum markaði, á allt að 100.000 krónur. Vara þeir við fölsuðum miðum sem heyrst hefur að séu komnir í umferð.
Ath. Nauðsynlegt er að sækja miða upp í Höll á morgun (fimmtudag) milli 16 og 19. �?sóttir miðar verða seldir daginn eftir.