Af hverju er enn einum hápunktinum náð í endaleysunni í samgöngum Eyjamanna á sjó? Hvernig getur það gerst að varahlutir eru ekki til staðar þegar Herjólfur fer í viðgerð? Tími haustskipanna er liðinn og við búum á upplýsingaöld.
Hver er kostnaðurinn við það að fá hingað skip til afleysinga? Hvað kostaði slipptaka Herjólfs og hvað kostaði að rífa upp vélina og setja hana saman aftur? Hver ber ábyrgðina? Einhver hefur fengið pokkann sinn fyrir minna.
Af hverju kemur það ekki í ljós fyrr en rétt áður en Röstin kom að hún hefur ekki leyfi til siglinga í �?orlákshöfn. Var þarna verið að hafa okkur að fíflum?
Af hverju gerist það á hverju hausti að ekki er hægt að sigla í Landeyjahöfn vegna sandburðar? Af hverju er tíminn ekki nýttur á meðan veður og sjólag eru þannig að hægt er að dýpka höfnina?
Landeyjahöfn er sjö ára á þessu ári og allan þann tíma hefur sanburður verið vandamál. Okkur er sagt að með nýju skipi komi fullkominn dælubúnaður sem á öllu að bjarga. Ekki er ástæða til að hafa mikla trú á því og enn vaknar spurningin: Er enn og aftur verið að hafa okkur að fíflum?
Vestmannaeyjar eru á tímamótum og verða í mikilli samkeppni um fólk og fyrirtæki á næstu árum. Og þá vakna spurningar eins og; af hverju á ungt fólk að setjast að í Eyjum? Er það vegna öryggis í heilbrigðismálum? Nei. Er það vegna öryggis í samgöngum? Nei.
Fyrirtæki sem eru í harðri samkeppni og eiga allt sitt undir öruggum samgöngum. Eiga þau framtíðina fyrir sér í Eyjum? Nei.
Er eftirsóknarvert að reka fyrirtæki í ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum? Já, Eyjarnar hafa upp á margt að bjóða. En þegar kemur að samgöngum er svarið NEI.
�?etta er nokkrir punktar sem komu upp í kollinn þegar hugsað er um fáránlega stöðu samgöngumála í Vestmannaeyjum. Er nema von að maður spyrji, er verið að hafa okkur Eyjamenn að fíflum?
�?mar Garðarsson, blaðamaður.