Næstkomandi mánudag verður í boði hópganga á vegum starfsmanna HSU Vestmannaeyjum. Markmiðið er að hvetja til aukinnar hreyfingar og gera fólk meðvitað um mikilvægi hennar.
Sjúkraþjálfarar og hjúkrunarfræðingar stofnunarinnar verða á staðnum og munu sjúkraþjálfarar stjórna upphitun og teygjum í lok göngu.
Gengið verður í um það bil 30-40 mínútur. Mæting er við bílastæði norðan megin við spítalann. Að loknum góðum teygjum verður boðið uppá orkusafa.