Aðalskipulag er eitt mikilvægasta stjórntækið sem hver sveitarstjórn hefur til að hafa áhrif á margvíslega þróun innan marka sveitarfélagsins til langs tíma. Aðalskipulag og endurskoðun þess er samstarfsverkefni kjörinna fulltrúa, embættismanna og íbúa sveitafélagsins. Nýja aðalskipulagið setur fram stefnu sveitarfélagsins um samfélagið, atvinnulíf, náttúruna og grunnkerfi bæjarins til ársins 2035. Markmiðið er að stuðla að því að skapa góð skilyrði fyrir fólk, fyrirtæki og stofnanir til þess að búa í góðu og fjölskylduvænu samfélagi, með kröftugu mennta- og menningarstarfi og öflugu atvinnulífi. Lögð er áhersla á að reyna að nýta landið á sem hagkvæmastan máta, en jafnframt um leið að varðveita sérkenni sem eru til staðar.
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs svaraði nokkrum spurningum um nýtt aðalskipulag.
Gott skipulag þarf að tengja saman náttúru og umhverfi
Hverjar eru helstu breytingarnar?
�?að eru margar breytingar gerðar frá síðasta skipulagi. Sumar þeirra eru smávægilegar, sumar í takt við breytingar í tíðaranda og einhverjar eru gerðar vegna breytinga á lögum og reglugerðum. �?að má segja að stærsti partur skipulagsins snúi að umhverfismálum, enda snýst bróðurpartur góðs skipulags að því að tengja saman umhverfi og náttúru við byggðina á sem skynsamastan máta. Svo eru þarna sannarlega stærri breytingar sem hafa meiri áhrif á samfélagið okkar. �?ar get ég nefnt að gert er ráð fyrir stækkun hafnarsvæða fyrir stórskipahafnir og fyrir nýju athafnasvæði við flugvöllinn. �?á koma inn ný íbúðasvæði, til dæmis á malarvellinum við Löngulág. Gert er ráð fyrir nýrri afmörkun efnistökusvæða og nýju landbúnaðarsvæði. �?etta er auðvitað einungis brot af því sem gerðar eru tillögur um.
Skiptir miklu máli að gámaflutningaskip geti lagst að?
Viltu útskýra tilgang og af hverju það er verið að reikna með nýjum hafnarsvæðum? Já, í tillögunni er gert ráð fyrir viðleguköntum á tveimur stöðum á hafnarsvæðum. Annars vegar út af Eiðinu og hins vegar í Skansfjöru. Nú þegar, og ekki síður þegar til framtíðar er litið, skiptir það samfélagið gríðarlega miklu máli að stærri gámaflutningaskip geti lagst að, til að mynda til að taka á móti fiskafurðum sem eru verðmæt útflutningsvara. Stærri skemmtiferðaskip gætu síðan einnig nýtt sér aðstöðuna. Kostir og gallar eru við báða valkostina og eru þeir settir fram í umhverfisskýrslunni sem fylgir skipulaginu.
Hvalir út í Klettsvík
Á kortinu er reiknað með útivistasvæði við Klettsvík? Hvað er verið að hugsa þar?
Flestir hafa eflaust heyrt af stórhuga hugmyndum um hvalina sem eru væntanlegir hingað til Eyja, en Merlin Entertainments hefur hug á að vera með hvali út í Klettsvík og svo hvalalaug og sædýrasafn á jarðhæðinni í Fiskiðjunni. �?etta fyrirtæki eru þeir bestu í þessum bransa, en það á yfir 120 skemmtigarða og söfn víðsvegar um heim. Af því sem ég hef séð og heyrt af þessu verkefni þá er ekki hægt að ætla annað en þetta verði frábær viðbót við flóru okkar samfélags.
Nægt framboð af lausum lóðum fyrir íbúðarhús
�?að þarf að bæta við íbúðarhúsnæði í Vestmannaeyjum. Engar lausar lóðir í miðbænum. Á að fara þétta byggð einhversstaðar? Hvar eru ný byggingarsvæði?
Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar á skipulagstímabilinu þá náum við að uppfylla þær þarfir sem spáin segir til um. �?að er rétt að búið er að úthluta nærri öllum lóðum miðsvæðis, en í skipulaginu er gert ráð fyrir íbúasvæði á malarvellinum en malarvöllinn mætti sannarlega telja til miðsvæðis. �?á er gert ráð fyrir að Hvítingavegur geti haldið áfram til austurs. �?á er ótalið að gert er ráð fyrir að grafa út hraunkantinn og þar gæti risið nýtt íbúahverfi. Ný byggingarsvæði eru einnig við Hraunhamar og í austurbæ en öll þessi svæði á eftir að skoða betur og deiliskipuleggja. Vert er að taka fram að þó að lóðum á miðsvæði hafi verið úthlutað, þá er nægt framboð af lausum lóðum fyrir íbúðarhús í Vestmannaeyjum.
Áhugavert að fylgjast með fjölgun íbúa í miðbænum
Hvaða breytingar eða áætlanir eru að þínu mati mest spennandi?
�?að er svo ótal margt spennandi og nær ómögulegt að taka eitthvað eitt eða tvennt út. �?að er búið að halda kynningarfund og vera með opið hús og ýmis sjónarmið eru þar á lofti varðandi hin ýmsu mál. �?g heyri að vel flestir hafa t.d. skoðun á því hvort að það eigi að grafa út hraunið eða ekki. Sumir eru íhaldssamari en aðrir og vilja hafa svæðið óbreytt á meðan öðrum finnst að það eigi að nýta svæðið betur. Áframhaldandi uppbygging fjölbreyttra íbúða á nýjum og spennandi svæðum eins og malarvellinum finnst mér áhugaverð, en persónulega hefur mér þótt skemmtilegt að fylgjast með framkvæmdum í bænum sl. ár er varðar fjölgun íbúða, get þá t.d nefnt svæðið við Kleifahraun og svo Vigtarhúsið og Ísfélagshúsið.
Mig langar til þess að hvetja alla til þess að skoða skipulagið og koma með athugasemdir. �?að skiptir máli þegar um svo stórt og viðamikið mál er að ræða. Hægt er að skoða skipulagið á vef Vestmannaeyjabæjar eða á skrifstofu Umhverfis- og framkvæmdasviðs við Skildingaveg 5.