Á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni kynnti Forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar í Rauðagerði Heba Rún �?órðardóttir, könnun sem hún framlvæmdi á íþrótta- og tómstundaiðkun grunnskólabarna veturinn 2017-2018.
Markmið könnunarinnar var að fá yfirlit yfir fjölda barna sem stunda einhverjar íþróttir- og/eða tómstundir og umfang tilboða sem standa börnum til boða. Fjöldi grunnskólabarna er um 528 börn skólaárið 2017-2018. Niðurstöður sýna að um 85% grunnskólabarna stunda einhverja íþrótt- eða tómstundir um 15% enga eða svara ekki. Mörg barnanna stunda fleiri en eina íþrótt- eða tómstundir. Lang flest börn stunda handbolta og fótbolta og er fjöldi iðkenda svipaður eða um 180 börn í hvorri grein. Líklega stunda einhver börn báðar greinar.
Á eftir handbolta og fótbolta eru fimleikar, tónlistarskólinn og æskulýðsstarf kirkjunnar/KFUM-K fjölmennast. Næst kemur sund, skátar, golf, karate og körfubolti. Börnin nefna um 20 íþrótta- og tómstundatilboð. Brottfall barna úr íþróttum- og tómstundum eykst eftir því sem þau eldast og byrjar fljótt eftir 5. bekk.
Fjölskyldu- og tómstundaráð þakkar kynninguna og notar jafnframt tækifærið til að hvetja foreldra og íþrótta- og tómstundaaðila til að leggja sig fram við að halda börnum sem lengst í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Foreldrum er jafnframt bent á að Vestmannaeyjabær greiðir allt að 25.000 kr í frístundastyrk fyrir hvert barn frá 6 – 16 ára gegn framvísun kvittana fyrir útlögðum kostnaði.