Frá því framboð Eyjalistans var samþykkt í byrjun apríl hefur verið unnið að því að setja saman lista um þau málefni sem helst brenna á bæjarbúum. �?egar allt kemur til alls eiga kosningar jú fyrst og fremst að snúast um málefnin fremur en nokkuð annað. Við höfum fengið til okkar mikið af fólki sem hefur bæði reynslu og þekkingu á helstu málaflokkum í bland við fólk sem ekki hefur komið að slíkri vinnu áður. �?g er ákaflega þakklátur öllu því fólki sem hefur lýst sínum hugmyndum, sagt reynslusögur og tekið þátt í umræðunni með okkur að undanförnu. �?egar málefni bæjarins eru rædd eiga allir að geta tekið þátt því að allar góðar hugmyndir á að ræða.
Málefnastarf okkar er langt komið, þó í raun megi segja að aldrei sé slíkt fullklárað. Við höfum skautað yfir sviðið, rætt skólamálin, málefni fatlaðra, öldrunarmál, umhverfismál og svo mætti lengi telja. Niðurstaðan er öflug stefna sem við ætlum að koma á framfæri á þeim tíma sem eftir er fram að kosningum og berjast fyrir á næstu fjórum árum. Mig langar að nefna hér tvö mál sem hafa verið fyrirferðarmikil í þessu starfi.
Mikilvægi íþrótta og tómstunda
Eitt aðalmál Eyjalistans í síðustu kosningum var að taka upp frístundakort til þess að létta undir með foreldrum barna í íþróttum. Íþróttir og tómstundir af einhverju tagi, eru ein besta forvörn sem völ er á. Rannsóknir benda á skýrt samband þess stunda íþróttir og minni hættu á áfengis- og vímuefnanotkun. Hér í Vestmannaeyjum státum við af öflugu íþróttastarfi og höfum því öll tæki til þess að nýta okkur það með þetta í huga. Strax eftir kosningar ætlum við bæta í, hækka frístundastyrkinn og lækka aldur þeirra barna sem hann nær til.
En eins ótrúlegt og það kann að hljóma þá eru ekki öll ungmenni fyrir íþróttir. Sjálfur náði ég til dæmis aldrei lengra en C-liði 6. flokks Týs í knattspyrnu og áttaði mig endanlega á því að ég yrði aldrei atvinnumaður í knattspyrnu! �?að er mikilvægt að bærinn hugi að þessum hópi og bjóði uppá þjónustu við hæfi. Höfum við í þeim efnum rætt töluvert um frístundaverið Rauðagerði. Forvarnargildi frístundavera af þessu tagi er mikið líkt og í íþróttastarf. En þó ber á því að framtíðarsýn og skipulag vanti varðandi frístundaverið. Íþrótta- og tómstundafulltrúi er staða sem þyrfti að endurvekja til þess að sinna þessum málaflokki sem best. Ljóst er að aukin þjónusta kostar aukið fjármagn, en það er okkar trú að starfsemi sem þessi skili sér margfalt til baka til samfélagsins.
Gleymum ekki velferðarmálunum
Velferðarmál eru hjá hverju sveitarfélagi fyrirferðarmikill málaflokkur. Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka var á Hraunbúðum opnuð ný álma með fimm herbergjum ásamt setustofu. Mikil eining var í bæjarstjórn um þessa uppbyggingu og bæjarfulltrúar Eyjalistans studdu málið og beittu sér mjög fyrir því af heilum hug allt frá upphafi. Uppbygging Hraunbúða sem og annarra verkefna tengdum þjónustu við eldri borgara þarf að halda áfram á næstu árum. Í byggingu eru nú fimm þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara, vestan við Hraunbúðir. Ljóst er að töluvert byggingaland er á svæðinu og því ótal möguleikar á frekari uppbyggingu í öldrunarmálum. Meðalaldur í Vestmannaeyjum hefur hækkað, líkt og á landinu öllu, og því er mikilvægt að gleyma ekki þessum málaflokki og halda áfram í því að efla Hraunbúðir og auka búseturými fyrir aldraðra. Við eigum að vera í fremstu röð hvað þetta varðar.
Eyjalistinn er skipaður breiðum hópi fólks sem vill láta gott af sér leiða næstu fjögur árin. Við erum tilbúin til þess að starfa í þágu allra bæjarbúa og vinna að öllum góðum málum. �?egar allt kemur til alls snúast kosningar um málefnin. �?ar stöndum við vel að vígi.
Njáll Ragnarsson 1. sæti E-lista