Rut Haraldsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar hefur ákveðið að hætta í sínu starfi ef Elliði Vignisson verður ekki áfram bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, þetta staðfesti hún í samtali við Eyjafréttir, �??Já, ég hef tekið ákvörðun um að hætta ef hann verður ekki áfram bæjarstjóri. �?g hef átt mjög gott samstarf síðastliðnu kjörtímabil með núverandi meirihluta og notið þess að vinna fyrir sveitarfélagið mitt og bæjarbúa og er afar þakklát fyrir þann tíma sem hefur verið reynslumikill og lærdómsríkur. Komi til miklar breytingar má gera ráð fyrir að með nýjum yfirmönnum fylgi nýjar áherslur og breyttir stjórnunarhættir og tel ég það þess vegna góðan tímapunkt að hverfa til annarra starfa ef svo verður.�??
*Uppfærð frétt