Löng helgi, ferðalög, fermingar alls konar mót og samkomur.
Hvítasunnan er ein þriggja stórhátíða kristinnar kirkju, ásamt jólum og páskum. �?að hefur verið minna tilstand í kringum hvítasunnu en hinar hátíðirnar. Við minnumst þess að Jesús fæddist í þennan heim og síðan að hann dó og reis upp frá dauðum. Mesta gleðin er fólgin í því að hann sendi Heilagan anda til að vera með okkur alla daga.
Mánudagurinn eftir hvítasunnudag, annar í hvítasunnu, er almennur frídagur á Íslandi. Fram til ársins 1770 var þriðji í hvítasunnu einnig almennur frídagur. Konungi fannst íslensk alþýða hafa of marga frídaga og afnám það ár frídag á þrettándanum og þriðja í jólum, páskum og hvítasunnu.
Hvítasunnan er fímmtíu dögum eftir páska. Forngrískt heiti hans er pentekost og merkir fimmtugasti. Fjörutíu dögum eftir páska sté Jesú til himins á uppstigningardegi og tíu dögum seinna var Heilögum anda úthellt og kirkjan stofnuð. Frá þessu er sagt í fyrstu köflum Postulasögunnar. �?ar er sagt frá því að fólk talaði öðrum tungum þeim sjálfum óskiljanlegar, en móðurmál einstaklinga á staðnum.
Margir töldu að um væri að ræða einstakan atburð þegar Heilögum anda var úthellt. Fyrir rúmum hundrað árum eða í byrjun tuttugustu aldar var mikil vakning í anda frumkirkjunnar þar sem m.a. tungutali var úthellt. Í kjölfarið varð hvítasunnuhreyfingin til.
Eitt vorið var ég stödd í Jerúsalem. Að morgni hvítasunnudags safnaðist fólk saman við Grátmúrinn. Allir voru hvítklæddir. �?að var sérstakt að vakna snemma og vera mætt við sólarupprás (um kl. sex) ásamt þúsundum annarra. Fólk skrifaði bænaefni á blaðsnepla og stakk í rifur í Grátmúrnum, lofsöngur ómaði og hringdansar voru stignir.
Eftir morgunstundina var farið til salar sem sagður er svipa til salarins hvar lærisveinarnir og Jesús komu saman á skírdagskvöldi. Margir voru þar samankomnir, fólk af mörgu þjóðerni. �?ar vorum við vitni að því að maður einn söng fagran söng og var á eftir þakkað af öðrum sem ávarpaði hann á söngmálinu. Söngvarinn bar sig undan, sagðist ekki skilja þakkirnar. Í ljós kom að hann hafði sungið, sér óafvitandi, hina fegurstu lofgjörð til Drottins á máli sem hann ekki skildi en aðrir fengu blessun og uppörfun af. Margar slíkar frásagnir eru til.
Í Jóhannesarguðspjalli 14.26 segir Jesús: En hjálparinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni mun kenna yður allt það sem ég hef sagt yður.
�?g hef fengið að reyna það sjálf hvering nærvera Heilags anda hefur verið til staðar í lífi mínu, andi friðar, kærleika og stillingar.
Gleðilega hvítasunnu.