Ráðningamálin hjá Vestmannaeyjabæ eru ekki háð geðþótta
Í rúm tíu ár hef ég gengt stöðu framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs og komið að ráðningu nokkuð margra starfsmanna þ.m.t. stjórnenda. �?að er vont að lesa það að vinna manns við ráðningar hjá sveitarfélaginu sé hulin ráðgáta, ekki fagleg og jafnvel talin háð geðþóttarákvörðunum. Svo er bara alls ekki.
Vegna þessa tel ég mig knúinn til að skrifa hér og um leið að gera tilraun til að útskýra hvernig staðið er að ráðningum hjá Vestmannaeyjabæ.
�?að er skylda hvers stjórnenda, sem hefur með ráðningarmál að gera, að velja til starfa hæfasta umsækjandann sem sækir um starf hjá Vestmannaeyjabæ. Valið fer ekki eftir geðþóttarákvörðunum heldur eftir mjög skýrum og stífum reglum. Í rauninni eru meiri kröfur gerðar til ráðningar hjá opinberum aðilum en á almenna markaði. Fara þarf eftir Stjórnsýslulögum, óskráðum meginreglum sjórnsýluréttarins, Lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, Lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, Upplýsingalögum og kjarasamningum.
�?g og forstöðumenn stofnana vorum ráðin m.a. til að sinna ráðningarmálum. Bæjarstjóri kemur eingöngu að ráðningu á framkvæmdastjórunum sviða. Pólitískir fulltrúar koma hvergi nálægt þessum málum. Gagnrýni á ráðningar eru því ekki gangnrýni á neina aðra en okkur emættismenn Vestmannaeyjabæjar.
Eftir áratuga reynslu tel ég mig hafa bæði ágætis þekkingu og reynslu af þessum málum og get í raun kallað mig fagmann á þessu sviði.
�?ll störf hjá Vestmannaeyjabæ eru auglýst en þó eru heimilaðar undantekningar varðandi afleysingastörf. Almenna reglan er að auglýsa öll störf. �?egar starf er auglýst liggur nokkuð skýrt fyrir um hæfniskröfur til starfsins. T.d. í tilfelli skólastjórnenda og í raun fleiri starfsmanna þá liggur slíkt tilgreint í lögum og/eða kjarasamningum.
Val á hæfasta umsækjandandanum er einungis einn þáttur af mörgu við ráðningu. Sjónarmiðin við val á umsækjanda þurfa að vera málefnaleg. Sjónarmið um menntun og reynslu sem gera má ráð fyrir að nýtast í starfi eru augsýnilega málefnaleg en það eru einnig fleiri atriði. Ákvörðun um val á umsækjanda þarf að vera hægt að rökstyðja og standast allar kröfur áður nefndra laga og reglna.
Oftast liggja val á hæfasta umsækjanda skýrt fyrir t.d. vegna menntunar hans, reynslu og þekkingar eða að viðkomandi er eini umsækjandinn um starfið og uppfyllir hæfni til þess.
Í sumum tilfellum getur hæfni umsækjenda verið nokkuð jöfn og mat á hæfni þeirra erfiðara. �?á koma ráðningarskrifstofur til aðstoðar þar sem þær kafa dýpra í umsækjendurna. En ráðningarskrifstofur leysa ekki allt. �?ær taka aldrei lokaákvörðunina af stjórnanda stofnunar eða sveitarfélags um val á hæfasta umsækjandum. Sú ábyrgð verður allaf í höndum stjórnandans.
Starfsmanna- og ráðningarmál er viðkvæmur málaflokkur og alls ekki hafinn yfir gagnrýni eða endurskoðun á verkferlum. �?etta eru þau mál sem fá meiri athygli en margt annað. Verum málefnaleg í umræðu um ráðningar- og starfsmannamál og sáum ekki fræi óþarfa tortryggni. Á bak við hvert starf hjá Vestmannaeyjabæ er hæfur starfsmaður sem valin hefur verið sérstaklega til starfa sem hann er að sinna af sinni bestu getu og dugnaði.
Jón Pétursson

Nýjustu fréttir

Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.