Þá er loksins komið að fyrsta leik vetrarins í handboltanum.Í dag fer fram leikurinn um hvaða lið er meistari meistaranna, þar sem bikarmeistar og Íslandsmeistarar síðasta tímabils mætast. Þar sem ÍBV vann báða titlana á síðasta ári þá verða andstæðingarnir lið Fram þar sem þeir fóru í bikarúrslitaleikinn á móti ÍBV. Strákarnir vonast til þess að sjá sem flesta stuðningsmenn í húsinu enda langt síðan síðasti leikur var og ekki má gleyma því að það er titill í boði.
Leikurinn hefst klukkan 18:30 í Íþróttahúsinu.
Áfram ÍBV
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst