Meistaraflokkur kvenna og karla í handbolta sigruðu sína leiki í gær gegn Stjörnunni. Stelpurnar sigruðu með tveggja marka mun 27:25 í fyrsta leik liðanna í Olís-deild kvenna. ÍBV var sterkari aðilinn í leiknum og áttu frábæran sprett undir lok fyrri hálfleiks sem lagði grunninn að sigrinum. Sandra Dís Sigurðardóttir skoraði flest mörk eyjakvenna eða sex talsins.
Strákarnir unnu sinn leik gegn Stjörnunni í 2. umferð Olís-deildar karla. Leiknum lauk með þriggja marka sigri 35:32. ÍBV hélt forystunni lengi vel en í seinni hálfleik stefndi allt í jafntefli líkt og í fyrsta leik Eyjamanna, en ÍBV kláraðu þetta. Sigurbergur Sveinsson, skoraði flest mörk Eyjamanna eða 8 talsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst