Minning: Högni Sigurðsson
22. september, 2018

Það er stjörnubjört nótt,vinnulúin hönd hans hvílir í minni,hinsta kveðjan.
Hans lífsgöngu er lokið og skilur eftir ljós í hjörtum margra.

Pabbi minn Högni í Helgafelli fæddist á tímum kreppu og fátæktar,fjölskyldan bjó þá í Vatnsdal í Vestmannaeyjum.

Ungur var hann sendur í sveit að bænum Vallnatúni og síðar að Miðgrund.Hann minntist oft þessara tíma,áttiþaðan góðar minningar.Árið 2016 fór ég með pabba í dagsferð á fornar slóðir,fórum að Vallnatúni,keyrðum um sveitina,hann mundi eftir bæjunum og fólkinu,við skoðuðum safnið á Skógum og fannst honum mikið til koma,við enduðum svo í skemmtilegu kaffispjalli hjá systkinunum frá Vallnatúni.Pabbi var yfir sig ánægður með ferðina og er ég þakklát fyrir að hafa farið á þessum tímapunkti, því nokkrum mánuðum síðar var hann kominn á sjúkrahús og átti ekki afturkvæmt þaðan

14 ára gamall vann hann öll karlmannsverk í Vatnsdal,Högni afi hans treysti nafna sínum fyrir búinu.Hann þótti sérlega slyngur á allar vélar og útsjónarsamur.

Seinna hóf hann að vinna fyrir Vestmannaeyjabæ í Áhaldahúsinu, hann var kranamaður á krananum KL44 og hafa menn fullyrt að hann hafi verið sá færasti á Íslandi.Á hávertíðum var lítið um svefn og vinnutarnirlangar.Útgerðarmenn vildu allir fá hann í löndun,sumir komu og sóttu hann heim í Vatnsdal,þegar hann fór heim að sofa.

Í mínum augum var hann mikil hetja og ætlaði ég að verða kranastjóri  á KL44 eins og pabbi þegar ég yrði stór.

Hann var mikið hraustmenni og byggði fjölskyldunni hús að Grænuhlíð 11

Hann t.d. handgróf grunninn, allur hans frítími fór í bygginguna sem tók 6 ár að ljúka.Eitt sinn kom sparisjóðsstjórinn að máli við hann og spurði hvort hann ætlaði nú ekki að fara að taka lán, pabbi afþakkaðipent,það var bara safnað fyrir efninu.Góður vinskapur myndaðist hjá„Grænuhlíðarfólkinu“ sem byggði við götuna og hjálpaðist að.

Eftir eldgosið 1973 var pabbi verkstjóri hraunhitaveitunnar.Lögð voru asbeströr sem sprungu oft og var hann sífellt að ræsa út „strákana sína“ sem minnast hans með hlýju og rifja upp þegar þeir voru ræstir út öllum tímum,menn voru að mæta út á hraun í sparigallanum beint af balli. Pabbi var mikill húmoristi og oft mikið gaman í vinnunni.

Pabbi og mamma ferðuðust á sumrin um landið á ferðabílnum sínum og fóru á hverju ári í bústað á Eiðum. Þar fannst þeim gott að vera og gat pabbi setið tímunum saman með veiðistöng.

Eftir að hann missti ástina sína var sorgin og söknuðurinn svo mikill að dvölin á Eiðum varð ekki söm.

Afastrákurinn Stefán tók þá á leigu veiðikofa við Djúpavatn þangað var farið í árlegar „strákaferðir„ ogveiddur silungur, hann naut þessara ferða

Hann hafði gaman af fótbolta og var Man.Utd. hans uppáhaldslið , hann komst á 2 leiki og sá liðið sitt verða  Englandsmeistara .

Nóttina sem pabbi kvaddi fór ég með dóttur minni upp í Helgafell,við kveiktum rauðu ljósin sem hafa ávallt blasað við bænum um jólin.

Við kveiktum ljósin af virðingu og ást til foreldra minna

og fögnum lífi þeirra og þökkum fyrir ástina sem þau gáfu okkur

Þín dóttir
Sísí

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst