Í Olísdeild kvenna í handbolta fengu Eyjastúlkur nýliða HK í heimsókn.
HK stúlkur byrjuðu leikinn mikið betur og leiddi leikinn framan af. ÍBV átti þá góðan kafla og komst yfir og leiddu með tveimur mörkum í hálfleik.
HK stúlkur byrjuðu seinni hálfleikin enn betur en þann fyrri og leiddu með fimm mörkum í góðan tíma. Aftur komu Eyjastúlkur sér inn í leikinn og var jafnt á flestum tölum undir lok leiks. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir, leikmaður HK, kom gestunum þó yfir á síðustu sekúndu leiksins. Lokatölur 21-22.
Strákarnir sóttu hins vegar ÍR heim í leik í Olís-deild karla.
Skemmst er frá því að segja að munurinn á liðunum var eitt stykki Kristján Orri Jóhannsson. En hann var óstöðvandi í liðið ÍR og skoraði 12 mörk. ÍR sótti því sín fyrstu stig gegn fjórföldum meisturum ÍBV. Lokatölur 31-27.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.