ÍBV sótti heim KA/Þór norður á Akureyri í gærkvöldi í þriðju umferð Olísdeildar kvenna.
Eyjastúlkur höfðu frumkvæðið allan leikin og leiddu 14:17 í hálfleik. Í síðari hálfleik gáfu þær svo enn frekar í og voru lokatölur 26:34
Landsliðskonan Arna Sif Pálsdóttir, sem kom ný inn í lið ÍBV fyrir tímabilið, átti stórleik og skoraði 13 mörk.
Aðrir markaskorarar ÍBV voru: Greta Kavaliusskalte 6, Ester Óskarsdóttir 4, Karólína Bæhrenz Lárusdóttir 3, Andrea Gunnlaugsdóttir 2, Sandra Dís Sigurðardóttir 2, Kristrún Ósk Hlynsdóttir 2, Sunna Jónsdóttir 1, Linda Björk Brynjarsdóttir 1.
Næsti leikur stelpnanna er gegn Val, þriðjudaginn 11. október kl. 18.30 hér heima.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst